Guðbjörg Reynisdóttir úr Hróa í Hafnarfirði tók Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna meistaraflokki á Íslandsmeistaramótinu um helgina.
Guðbjörg á lengstu óbrotnu sigurröð Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki í sögu íþróttarinnar sem rofnaði á Íslandsmeistaramótinu innandyra 2023. Guðbjörg er því búin að endurheimta titilinn og mögulega að hefja nýja sigurröð.
Guðbjörg var efst í undankeppni kvenna á Íslandsmeistaramótinu og í gull úrslitaleik kvenna mættust Guðbjörg og Rakel Arnþórsdóttir úr ÍFA Akureyri. Þar tók Guðbjörg öruggann sigur 6-0. Hér er hægt að sjá úrslitaleik Guðbjargar um gullið á Íslandsmeistaramótinu um helgina: