Baldur Freyr Árnason með gull og brons á EM

Baldur Freyr Árnason var að ljúka keppni á Evrópumeistaramóti U21 innandyra í Varazdin Króatíu, þar sem hann endaði í 1 sæti í liðakeppni og 3 sæti einstaklingskeppni.

Baldur komst áfram eftir undankeppni EM á þriðjudaginn.

Í berboga einstaklingskeppni U21 á EM vann Baldur öruggann 6-0 sigur í brons úrslitaleiknum gegn Bastien Bardo Causse frá Frakklandi tók því bronsið í einstaklingskeppni berboga U21 á EM. Berboga karla U21 liðið tók svo gullið á mótinu.

Baldur átti einnig frábært skot í 8 manna úrslitum í bráðabana við Austurríkismanninn Raphael Materna eftir að leikurinn þeirra endaði jafn 5-5. Þar sem að Baldur smellti örinni í innri tíuna (sem er gerð fyrir trissubogaflokk) og var mikið klappað á vellinum fyrir því skoti undir mikilli pressu.

34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Þetta er stærsti hópur Íslands til dags á EM og því vægast sagt mikið sem er búið að ganga á í vikunni. EM var haldið 19-24 febrúar og Íslensku keppendurnir voru að lenda heima á Íslandi í dag.

Nánari upplýsingar um gengi annarra keppenda Íslands á EM er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is