Sveinn Sveinbjörnsson vann fyrsta Íslandsmeistara titil sinn í meistaraflokki og gerði betur og tók 2

Sveinn Sveinbjörnsson úr Boganum Kópavogi kom sá og sigraði berboga flokkinn á Íslandsmeistaramótinu um helgina og tók bæði Íslandsmeistaratitil karla og Íslandsmeistaratitil óháðan kyni.

Sveinn vann sig upp í gull úrslitin karla og þar mættust Sveinn og Izaar Arnar Þorsteinsson úr ÍFA Akureyri. Leikurinn var gífurlega jafn og spennandi og endaði 6-4 þar sem Sveinn tók sigurinn í síðustu umferðinni. Hér er hægt að sjá úrslitaleik berboga karla:

Í keppni um berboga titilinn óháðan kyni vann Sveinn sig upp í gull úrslitaleikinn og þar mættust Sveinn og brons verðlaunahafinn á EM U21 2024 Baldur Freyr Árnason úr BFB Kópavogi. Þar tók Sveinn sigurinn 6-2 og tryggði sér annan Íslandsmeistaratitil sinn í meistaraflokki 79 ára ungur. Hér er hægt að sjá úrslitaleik berboga óháðan kyni: