Frost Ás Þórðarson fyrsti kynsegin einstaklingur til að keppa í sínu skilgreinda kyni á Íslandsmeistaramóti

Frost Ás Þórðarson úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi er fyrsti kynsegin einstaklingur til þess að keppa sem kynsegin á Íslandsmeistaramóti í bogfimi eftir að hán tók þátt í berboga kynlausum flokki um helgina. Veðrið var eitt það versta sem hefur verið á Íslandsmeistaramóti. Frost var í 8 sæti í undankeppni kynlausa flokksins að þessu sinni og náði því ekki inn í útsláttarkeppnina þar sem aðeins fjórir efstu halda áfram í útsláttarkeppni berboga á Íslandsmeistaramótum. En hán gat tekið þátt og okkur hlakkar til að sjá fyrsta gull/brons úrslitaleikinn með kynsegin einstaklingi og fyrsta kynsegin Íslandsmeistarann í bogfimi í framtíðinni. Nú er keppt í karla, kvenna og kynlausum flokki á Íslandsmeistaramótum í bogfimi.

Frost sagði: “Ég hef stundað íþróttir meirihluta lífs míns eins og margir aðrir hér á landi. En þegar ég „kom út úr skápnum“ vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að fara að þessu vegna kynjatvíhyggju kerfinu sem er svo fast sett í mörgum íþróttum.
Bogfimi hefur alltaf verið mikill áhugi en ég gerði ekki neitt í því fyrr en síðasta desember. Mér finnst ég vera mjög heppinn að kynnast öllum í þessu samfélagi og hvernig þau tóku að mér með opna arma óháð minni kynvitund og tjáningu. Það var mjög gaman að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu og mun það ekki verða það síðasta. Ég hvet alla sem hafa áhuga eða hafað íhugað að koma og prufa. Enda væri skemmtilegra að keppa á móti fleirum!”

Guðmundur Guðjónsson Formaður BFSÍ sagði: “Í lögum BFSÍ stendur að engum keppendum megi mismuna vegna kyns o.fl.. Þessi viðbót af kynlausum flokki fellur því vel að lögum og tilgangi sambandsins að vinna að eflingu bogfimiíþrótta. Við vonum að loka útgáfa af fyrirkomulaginu verði komin á næsta ári svo að mögulegt sé að bæta þessu við formlega í reglur BFSÍ og veita formlega Íslandsmeistaratitla fyrir kynlausa flokka á Íslandsmeistaramótum. Ef íþróttir eiga að vera fyrir alla hvernig getum við kallað okkur íþrótt ef að sumir mega ekki taka þátt vegna kynjaskráningar sinnar. Allar manneskjur geta keppt í kynlausum flokki óháð kyni því ætti aldrei að koma upp vandamál í framtíðinni að einstaklingur geti ekki keppt á mótum á Íslandi vegna kynjaskráningar. Þetta fyrirkomulag hentar einnig vel þeim sem eru í trans ferli þar sem þeir geta þá skráð sig til keppni aðeins í kynlausum flokki á meðan þeir eru að finna út hverjir þeir eru. Á sama tíma er þetta skemmtileg viðbót fyrir konur og karla sem hafa þar tækifæri á því keppa gegn öllum en ekki bara konum eða körlum. Lausn þar sem allir vinna.”

Starfsfólk ÍSÍ hefur hrósað BFSÍ áður fyrir að vera jákvæðir gagnvart LGBTQ+ þátttöku í íþróttinni og að reglugerðir BFSÍ gætu orðið fyrirmynd annarra sérsamband. Formaður BFSÍ sagði: “Mér þykir það mjög jákvætt fyrir BFSÍ og bogfimiíþróttir á Íslandi, við viljum alltaf fleira fólk til að stunda okkar íþrótt. En Bogfimisamband Íslands er aðeins tveggja ára gamalt íþróttasérsamband og smá dapurt að við séum framarlega í þessum málum. En við höfum reynt eftir bestu getu að sjá fyrir vandamál áður en þau koma upp og það hefur heppnast vel hjá okkur. Við vorum að breyta reglum akkúrat þegar að fyrsti trans einstaklingurinn óskaði eftir að keppa í sínu skilgreinda kyni og við vorum að leggja lokahönd á lausn fyrir kynsegin einstaklinga akkúrat þegar að fyrsti kynsegin einstaklingur byrjar í íþróttinni.”

Stuttu eftir stofnun BFSÍ í desember 2019 var bætt við í reglur BFSÍ að tengt kynjum væri farið eftir skráningu í þjóðskrá. Það var gert að mestu til þess að tryggja að trans einstaklingar gætu keppt í sínu kyni strax og kynjaskráningu þeirra væri lokið. Það heppnaðist vel og fyrsti trans keppandi keppti á Íslandsmeistaramóti 2020 og fyrsti trans einstaklingur sem vitað er til að keppt hafi fyrir Íslenskt landslið í öllum íþróttum keppti á Evrópumeistaramótinu innandyra 2022 í bogfimi. Til viðbótar á sama tíma var bætt við í reglugerðina að einstaklingar sem skráðir eru annað en konur eða karlar í þjóðskrá keppi í karlaflokki. Þetta var tímabundin viðbót til að tryggja að ekki væri mögulegt að meina neinum frá því að taka þátt í mótum sama hver það væri. Á þeim tíma var ekki vitað til þess að kynsegin einstaklingur væri að stunda íþróttina og gaf BFSÍ því tíma til þess að finna betri lausn sem þvingar ekki einstaklinga utan kynjatvíhyggju í binary keppnisfyrirkomulagið. Á síðustu tveim árum hefur BFSÍ gert ýmsar tilraunir með kynlausa keppni á Íslandsmótum ungmenna sem hefur gengið vel og keppendur hafa verið ánægðir með. Nú er verið að innleiða kynlausan flokk til viðbótar við karla og kvenna flokk á öllum mótum og gera undirbúning að breytingum sem þarf að gera á mótakerfi BFSÍ og alþjóðaúrslitakerfinu Ianseo.

Brons úrslitaleikinn í kynlausa berboga flokknum (þar sem Frost var í 8 sæti) er hægt að sjá hér á Archery Tv Iceland Youtube rásinni. Frost sést í bakgrunninum í grænni úlpu að fylgjast með ásamt nokkrum fánum úr LGBTQ+ hreyfingunni.

Gull úrslitaleikinn í unisex er hægt að finna hér:

Íslandsmeistaramótið var haldið af Bogfimisambandi Íslands á Hamranesvelli, heimavelli Bogfimifélagsins Hróa Hattar í Hafnarfirði, 9-10 júlí. Mögulegt er að finna frekari fréttir af mótinu á archery.is bogfimi fréttasíðunni.

Veðrið á Íslandsmeistaramótinu var eitt það versta í sögu íþróttarinnar. Það mikill vindur var að fólk átti erfitt með að standa uppréttir og því en erfiðara að hitta í mark. Ekki skemmtilegasta veðrið til að taka þátt í fyrsta skipti á Íslandsmeistaramóti utandyra fyrir Frost, en við höfum bara gaman af þessu.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.