Frost Ás brýtur blað í sögu kynsegin fólks í íþróttum sem fyrsti kynsegin þátttakandi á alþjóðlegu stórmóti, fyrsti kynsegin þátttakandi á heimslista alþjóðasambands og fyrsti kynsegin aðili sem kosin er í stöðu innan íþróttasambands á Íslandi

Frost Ás Þórðarson heldur áfram að brjóta blað í sögu hinsegin fólks í íþróttahreyfingunni.

Frost var í vetur fyrsti kynsegin keppandi til þess að taka þátt í World Series Open mótaröðinni og eftir því sem best er vitað er þá fyrsti kynsegin keppandi til þess að keppa innan alþjóða bogfimisambandsins og fyrsti kynsegin keppandi til þess að keppa á alþjóðlegum mótum í íþróttum fyrir Íslands hönd.

En þar sem ekki er boðið upp á kynsegin flokk eða unisex flokk innan World Archery alþjóðlega þá þurfti hán að velja hvort að hán vildi keppa í karla eða kvenna flokki og hán valdi að keppa í karla flokki. Þar endaði hán í 345 sæti á heimslista berboga karla af 373 keppendum. Fyrsta Íslandsmetið sem veitt var innan íþróttahreyfingarinnar fyrir þriðju kynskráningu í þjóðskrá var einmitt á Bikarmóti BFSÍ í janúar sem var tengt við World Series Open mótaröð heimssambandsins af starfsfólki BFSÍ.

Í samræmi við leiðbeiningar frá starfsmönnum World Archery til BFSÍ þá mun World Archery ekki skylda ákveðið kyn fyrir þá sem skráðir eru kynsegin tengt mótaskráningum, en kynsegin einstaklingar verða að velja hvort að þeir vilji keppa meðal kvenna eða karla sem stendur, allavega þar til viðmið eða leiðbeiningar IOC um kynsegin íþróttafólk koma út.

World Series Open innandyra mótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery samanstóð af 26 mótum um allan heim í vetur, frá byrjun nóvember og til lok febrúar.

Nánar er fjallað um World Series mótaröðina í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

17 Íslendingar í top 16 sætum á World Series Open heimslista 2023

Frost var einnig kosin sem þriðji varamaður í stjórn BFSÍ á öðru Bogfimiþingi sem haldið var 11 mars síðastliðinn. Þó að ekki sé um stjórnarstöðu að ræða þá er þetta kosin staða á sérsambands þingi og Frost er því, eftir því sem best er vitað af starfsfólki ÍSÍ og BFSÍ, fyrsti kynsegin aðili sem kosinn hefur verið í stöðu innan íþróttahreyfingarinnar (innan sérsambanda, íþróttahéraða og ÍSÍ).

Frost er einnig fyrsti kynsegin aðili sem kosinn hefur verið í stöðugildi innan landssambands í bogfimi og í samstarfi við starfsmenn BFSÍ er heimssambandið World Archery nú leita leiða til þess að “officials” geti verið skráðir í þeirra kerfi án þess að skilgreina sitt kyn. Sem ætti að vera hægt að koma fyrir mun fyrr en það verður í boði fyrir íþróttafólk. Loforð barst frá starfsfólki World Archery að lausn við því fyndist fyrir heimsþingið í Berlín í ágúst.

Annað Bogfimiþing BFSÍ haldið um helgina