Freyja Dís Benediktsdóttir Trissbogakona ársins 2023

Freyja Dís Benediktsdóttir var valin Trissubogakona BFSÍ árið 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem Freyja hreppir titilinn. Valið fer fram á hlutlausann veg byggt á útreikningi árangurs keppenda á árinu á innlendum og erlendum mótum.

Bogfimifólk ársins eftir keppnisgreinum (BFSÍ)

Árangur Freyju á árinu er það mikill að erfitt er að gera góða samantekt sem sleppir ekki of miklum upplýsingum. En hér er gróf samantekt af helsta árangri Freyju á árinu 2023:

  • 7 Íslandsmeistaratitlar (5 í Meistaraflokki(M.fl.) og 2 í U21 flokki félagsliða og einstaklinga)
  • 7 Íslandsmet (2 í M.fl. og 5 í U21.fl. félagsliða, landsliða og einstaklinga)
  • 2 Norðurlandamet (U21.fl. landslið)
  • Gull á heimslistamóti í Slóveníu (M.fl. landslið)
  • Silfur á Evrópubikarmóti (U21.fl. landslið)
  • Silfur á Norðurlandameistaramóti (U21.fl. landslið)
  • Brons á Norðurlandameistaramóti (U21.fl. einstaklinga)
  • Silfur á World Series (U21.fl. einstaklings)
  • Silfur á alþjóðlegu landsmóti í Sviss (U21.fl. einstaklings)
  • 7 sæti á World Series Open heimslista U21 2023

Freyja ekki langt frá því að tryggja sér 3 bronsverðlaun til viðbótar þar sem hún keppti í þremur brons úrslitaleikjum á Evrópubikarmótum U21 á árinu í einstaklings og liðakeppni (tvisvar í Sviss í liðakeppni og blandaðri liðakeppni og einu sinni í Slóveníu í einstaklingskeppni). Einnig er vert að geta að þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Evrópubikarmóti ungmenna og í fyrsta sinn sem Íslendingur vinnur til verðlauna í World Series.

Freyja er sem stendur í 2 sæti á World Series Elite heimslista U21 alþjóðabogfimisambandsins World Archery og er í raun búin að tryggja sér þátttöku í úrslitamóti World Series í Frakklandi í janúar 2024, þar keppa topp 16 í heiminum um World Series Champion titilinn.

Og þá erum við samt örugglega að gleyma einhverjum afrekum Freyju á árinu 😅

Vert er að geta að flokkurinn sem Freyja keppir í trissubogi kvenna er mjög sterkur á Íslandi. Trissuboga kvenna landsliðið í meistaraflokki, sem Freyja var einnig lykilmanneskja í, komst í 17 sæti á heimslista og 7 sæti á Evrópulista á árinu. Í liðinu eru stelpur sem hafa keppt til verðlauna á EM, keppt á Evrópuleikum og keppt til margra alþjóðlegra verðlauna á minni mótum. Því þeim mun meira afrek fyrir Freyju að hafa náð titlinum Trissuboga kona ársins í heimsklassa samkeppni á Íslandi.

Freyja er einn iðnasti þátttakandi í landsliðsverkefnum og keppti í 9 landsliðsverkefnum á árinu 2023 (hefðu verið 10 ef að EM innandyra hefði ekki verið aflýst vegna nátttúruhamfara í Tyrklandi). Freyja er áætluð til keppni í fleiri en 10 landsliðsverkefni á árinu 2024, meðal annars:

  • World Series innandyra undankeppni U21.fl. Frakkland
  • World Series innandyra úrslitamóti U21.fl. Frakkland (Keppni World Series Champion titil)
  • EM innandyra U21.fl. Króatía
  • EM utandyra M.fl. Þýskaland
  • EM utandyra U21.fl. Rúmenía
  • NM utandyra U21.fl. Danmörk
  • EB utandyra U21.fl. Búlgaría
  • EB utandyra M.fl. Króatía

https://bogfimi.smugmug.com/World-Series-23-24/i-D4WTrsB/A

Freyja lauk einnig á árinu alþjóðlegu þjálfarastigi 2 (af þremur) á vegum alþjóðabogfimisambandsins (World Archery Coach Level 2 – WACL2) á námskeiði sem BFSÍ skipulagði með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity) í júlí og var kennt af þjálfarakennara World Archery.

Annað eldgosið í röð á vel heppnuðu þjálfaranámskeið Alþjóðabogfimisambandsins í samstarfi við Ólympíusamhjálpina, tólf þjálfarar nýjir World Archery Level 2 þjálfarar á Íslandi

Hér fyrir neðan er hægt að finna nokkrar fleiri fréttir um árangur Freyju á árinu.

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Kosið um hvort að Freyja Dís muni verða Íþróttakona Kópavogs, kosningu lýkur 4 jan

Fínt gengi á seinna Evrópubikarmót ungmenna í Sviss

Ísland í 1 sæti á heimslistamótinu í Slóveníu

Formlega lýkur tímabili fyrir mót sem notuð eru til tölfræðilegs útreiknings 30 nóvember, en þar sem að síðasta mót sem gæti haft áhrif á tölfræðilega valið lauk 19 nóvember  var ákveðið að birta lokaniðurstöðurnar tölfræðinnar eins fljótt og mögulegt var.