Freyja Dís Benediktsdóttir slær eldri kynslóðina út með nýju og mun hærra Íslandsmeti U18

Freyja Dís Benediktsdóttir úr BF Boganum sló um helgina Íslandsmetið í U18 trissuboga kvenna með gífurlegum mun á síðasta móti Stóri Núpur mótaraðarinnar. Skorið var áður 641 og átti Anna María Alfreðsdóttir það met, en Freyja skoraði 663! sem er gífurleg framför í U18 flokki og að venju hærra skor en karlarnir. Þetta er síðasta ár Freyju í U18 flokki og hún er verulega glöð yfir því að hafa náð Íslandsmetinu og á síðasta móti sumarsins. Á næsta ári stendur Freyju aðeins til boða að taka U21 metin, en nokkuð ljóst að Anna verður hátt fjall að klífa í U21 þar sem Anna er búin að koma sér vel fyrir með hátt skor og er en að hækka metið.

Freyja er einnig Norðurlandameistari í U18 flokki og mun keppa fyrir U21 landsliðið ásamt Önnu og Eowyn á Evrópumeistaramóti ungmenna í Bretlandi sem er að hefjast í þessari viku. Þær hafa náð góðum árangri saman og spennandi að fylgjast með hvernig gengur.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.