Undankeppni lokið á EM ungmenna lokakeppni byrjar á morgun

Undankeppni EM ungmenna var haldin í dag og fínar niðurstöður hjá okkar fólki. Allir komust áfram í útsláttarkeppni.

Á morgun munu eftirfarandi útslættir fara fram (að staðar tíma):

 • Ísland vs Bretland í 16 liða úrslitum trissuboga blönduðu liði kl. 08:45
 • Ísland vs Austurríki í 16 liða úrslitum sveigboga kvenna liðakeppni kl. 17:20
 • Ísland vs Ítalía í 8 liða úrslitum trissuboga kvenna liðakeppni kl. 17:20
 • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested vs Lucia Ibanez Romero frá Spáni í sveigboga kvenna kl. 16:00
 • Marín Aníta Hilmarsdóttir vs Johanna Klinger frá Þýskalandi í sveigboga kvenna kl. 16:00
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir vs Amalie Storlev frá Noregi í sveigboga kvenna kl. 16:00
 • Ragnar Smári Jónasson vs Mario Hehenberger frá Austurríki í trissuboga karla kl. 16:00
 • Freyja, Anna og Eowyn mun keppa í sínum fyrstu leikjum í einstaklings keppni á fimmtudagsmorgun, Anna gegn Ítala en Eowyn og Freyja fá stelpurnar frá Tyrklandi sem Anna keppti á móti á EM utandyra og hinni á EM innandyra, sem er áhugaverð tilviljun.

Ef að okkar fólk sigrar þessa útslætti þá halda þau áfram á fimmtudaginn í næsta fasa útsláttarkeppni gegn næsta andstæðingi, og þannig koll af kolli þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari á EM ungmenna 2022 í hverjum flokki. Þeir sem tapa útslætti eru slegnir út. Þetta eru þrjár liðakeppnir og sjö einstaklingskeppnir oftast á sama tíma og því erfitt að skrifa fréttir um alla en við munum reyna að gera okkar besta.

 

Mögulegt er að fylgjast með úrslitum mótsins í heild sinni á ianseo.net.

Mögulegt er að finna myndir af mótinu hér:

BFSÍ Smugmug

Archery GB Smugmug

Word Archery Europe Smugmug

Almennt um mótið

Íslensku keppendurnir á EM ungmenna fyrir BFSÍ (Bogfimisamband Íslands) eru eftirfarandi:

 • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri
 • Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
 • Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogi
 • Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogi
 • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – BF Boginn Kópavogi
 • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn Kópavogi
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir – BF Boginn Kópavogi

Evrópumeistaramót ungmenna 2022 er haldið í Lilleshall Bretlandi, sem er eitt af þrem National Training Centers í landinu. Mikil hitabylgja var áður en mótið hófst og hitastig fór allt upp í 40°, en þegar mótið hófst hafði hitabylgjan gengið yfir að mestu og hiti var almennt yfir 20° með regnskúrum á milli og litlum vindi. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í EM ungmenna utandyra í bogfimi, en fyrst var miðað á þátttöku á EM ungmenna utandyra 2020 en því móti var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Anna meiddi sig í öxlinni í dag, líklega vöðvabólga BFSÍ staffið fékk lánaðann sjúkraþjálfara frá Þýska liðinu (og skilaði honum í nánast sama ástandi) íspoka og læti. Vala eignaðist vin og passaði ekki í bolinn. Eowyn skaut miss og er ninja, nema í kringum andlitið. Freyja drap engan og brennur bara heima. Fylgarfólkið var í sandölum. Ragnar fær bara að kynnast einum gaur og fékk armband frá stelpu. Gummi var …. Gummi. Alfreð kann ekki að velja jógúrt og finnst karmellu rúgbrauð ekki merkilegt. Halla var “með” og talaði við Breska gellu. Marín barðist við bólu og ánægð með skorið en óánægð með flugurnar.