Freyja Dís Benediktsdóttir með 1 silfur, 1 brons, 2 landsliðsmet og 2 Norðurlandamet á NM ungmenna

Freyja Dís Benediktsdóttir tók einstaklings brons og liða silfur í trissuboga kvenna U21 á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí). Til viðbótar við að setja tvö Norðurlandamet í liðakeppni og tvö Íslensk landsliðsmet.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-vsBm24q/A

Undanúrslitin (4 manna) voru ansi spennandi en þar mætti Freyja liðsfélaga sínum Eowyn Marie Mamalias þar sem leikurinn endaði jafn 135-135 og þurfti bráðabana (ein ör nær miðju vinnur) til þess að ákvarða hver sigraði og færi að keppa í gull úrslitaleiknum og hvor myndi fara að keppa um bronsið. Eowyn hafði betur í bráðabananum með 10 stig á móti 9 frá Freyju.

Freyja tók svo al Íslenska brons úrslita leikinn gegn Önnu Maríu Alfreðsdóttir 135-130. Livia Haals Wieth-Knudsen frá Danmörku tók gull úrslita leikinn 103-97 gegn Eowyn.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-cqSbV6f/A

Freyja ásamt liðsfélögum sínum Sámuel Peterson og Eowyn Marie Mamalias voru efsta liðið í undankeppni og settu Norðurlandametið í trissuboga U21 liða undankeppni og útsláttarkeppni á NM ungmenna. Ásamt því að slá Íslenska landsliðsmetið í trissuboga U21 liðakeppni. En Danmörk hafði betur í gull úrslitaleik liða 215-207 og Freyja hreppti því silfrið þar.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-W4rsvH2/A

Samantekt af niðurstöðum og árangri Freyju af NM ungmenna 2023:

  • Brons trissubogi kvenna U21
  • Silfur liðakeppni trissubogi U21
  • Landsliðsmet trissuboga U21 lið undankeppni – 1923 stig
  • Landsliðsmet trissuboga U21 lið útsláttarkeppni – 207 stig
  • Norðurlandamet trissuboga U21 lið undankeppni – 1923 stig
  • Norðurlandamet trissuboga U21 lið útsláttarkeppni – 207 stig

Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Freyju, sem keppir með Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-Z4GdWpb/A

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023