Auðunn Andri Jóhannesson með tvö brons og Íslandsmet á NM ungmenna

Auðunn Andri Jóhannesson tók einstaklings brons og liða brons í berboga karla U21 á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí). Til viðbótar við að slá Íslandsmetið í berboga U21 flokki.

Auðunn ásamt liðsfélaga sínum Hebu Róbertsdóttir voru ekki langt frá því að komast í gull úrsliti liða, í undanúrslitum endaði leikurinn á milli Íslands og Noregs jafn 4-4 og þurfti bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara leiksins sem færi að keppa í gull úrslitum. Þar hafði Noregur betur 14-11 og Ísland tók bronsið. Svíþjóð hafði betur gegn Noregi í gull úrslitaleiknum. Auðunn hreppti því sitt annað brons.

Samantekt af niðurstöðum og árangri Auðunns af NM ungmenna 2023:

  • Brons berboga U21 karla
  • Brons lið berboga U21 lið
  • Íslandsmet berboga karla U21 – 392 stig

Semsagt árangursrík helgi hjá Auðunn, sem keppir með Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023