Anna María Alfreðsdóttir í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París

Anna María Alfreðsdóttir endaði í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París ásamt liðsfélögum sínum í trissuboga kvenna liðinu Ewa Ploszaj og Eowyn Marie Mamalias.

https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/i-x5JpgW7/A

Stelpurnar voru í 14 sæti í undankeppni heimsbikarmótsins og mættu því Mexíkó í 16 liða úrslitum sem var í 3 sæti í undankeppni og er í 1 sæti á heimslista. Þar fóru leikar 234-214 og Ísland því slegið út í 16 liða úrslitum í 9 sæti heimsbikarmótins. Mexíkó endaði á því að taka silfur á mótinu.

Í einstaklingskeppni mætti Anna María í fyrsta leik Sara Lopez sem er árangursríkasta kona í sögu íþróttarinnar. Sara skoraði fullkomið skor 150 stig í útslættinum gegn 143 stigum frá Önnu og sló Önnu því út af heimsbikarmótinu í 33 sæti í einstaklingskeppni.

Anna er en að jafna sig eftir meiðsl í öxl og því hefur getustig hennar fallið töluvert á síðasta ári. Þó er sjáanlegt að farið er að glitta í fyrri takta og hún er öll að koma til.

https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/i-2787WX7/A

Mögulegt er að lesa frekar um gengi Íslands á heimsbikarmótinu í frétt bogfimisambandsins hér fyrir neðan.

Stelpurnar okkar í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París

https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/i-z49gCDJ/A