Ewa að keppa um brons á morgun í trissuboga kvenna á Veronicas cup

Ewa Ploszaj keppir á morgun um brons í trissuboga kvenna á Veronicas Cup World ranking event í Slóveníu, 11:20 að staðartíma.


Hægt verður að fylgjast með úrslitunum á http://www.ianseo.net/Details.php?toId=5449

En við munum einnig reyna að live streama gull keppninni á archery tv iceland archery tv iceland á youtube.

Hún keppir á móti ZIKMUNDOVA Martina frá Tékklandi í brons keppninni.

Ewa sat hjá í fyrsta útslætti og komst beint í fjórðungsúrslit. Þar mætti hún CORLESS Susan sem Ewa vann 138-136. Í undanúrslitum tapaði Ewa svo gegn SARGEANT Bayley frá Bretlandi 145-140 og mun því keppa um brons á morgun.