Eowyn Marie Mamalias “Purple Boom” vann tvo Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi um helgina. Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga kvenna og í trissuboga unisex (keppni óháð kyni).
Eowyn hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla áður í opnum flokki báða innandyra árin 2019 og 2020, sem þýðir að hún tvöfaldaði því titla fjölda sinn á einu móti eftir langa titla þurrð.
Íslandsmeistaratitlar sem Eowyn vann á mótinu:
- Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur – Trissubogi kvenna
- Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur – Trissubogi (kynlaus/unisex/óháður kyni)
Eowyn tók Íslandsmeistaratitilinn á mótinu í trissuboga kvenna af miklu öryggi 143-137 gegn Erlu Marý Sigurpálsdóttir. Þar hreppti Anna María Alfreðsdóttir bronsið.
Eowyn sigraði úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga (unisex/óháður kyni) gegn Alfreð Birgissyni 141-139. Þorsteinn Halldórsson tók brons verðlaunin í flokknum.
Unisex Íslandsmeistaratitlum (eða titlum óháðum kyni) var bætti við í byrjun þessa árs af BFSÍ, m.a. til þess að stuðla að keppni milli karla og kvenna í íþróttinni og til þess að gefa þeim sem eru hvorki skráðir sem karlar né konur í þjóðskrá færi á því að keppa (þriðja kynskráning í þjóðskrá kynsegin/annað). Því mætti segja að Eowyn sé fyrsti Íslandsmeistari í trissuboga allra (það þarf ekki að setja flokkun fyrir aftan s.s. karla, kvenna, unisex, þar sem allir Íslendingar gátu keppt um titilinn).
Eowyn fékk gælunafnið “Purple Boom” af íþróttaskýrendum í beinni útsendingu frá úrslitum mótsins. Tveir Bretar kepptu í alþjóðlega hluta Íslandsmeistaratmótsins og var boðið tækifærið á því að vera íþróttaskýrendur í beinni útsendingu úrslita mótsins. Þeir nutu sín vel og fundu ýmis gælunöfn fyrir keppendurna á meðan á úrslitunum stóð, að hluta þar sem þeir áttu erfitt með að bera fram Íslensku nöfnin, og Purple Boom var gælunafn þeirra fyrir Eowyn.
Við munum heyra næst um Eowyn á Evrópubikarmótinu í Bretlandi í apríl þar sem hún mun einnig keppa um þátttökurétt á Evrópuleikunum 2023. En aðeins 16 af 50 í Evrópu fá þátttökurétt fyrir einn keppanda í trissuboga kvenna. Þegar er búið að úthluta flestum þeirra á EM í fyrra og mikill bardagi verður um síðustu þátttökuréttina á Evrópubikarmótinu.
Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:
- Íslandsmeistaramótið var haldið helgina 25-26 febrúar í Bogfimisetrinu í Reykjavík af Bogfimisambandi Íslands (BFSÍ).
- Niðurstöður mótsins í alþjóða skorskráninga kerfinu ianseo
- Livestream af úrslitum í berboga og trissuboga flokkum á laugardeginum
- Livestream af úrslitum í sveigboga og langboga flokkum á sunnudeginum
- Myndir af mótinu á smugmug
- Stök myndskeið af öllum úrslitaleikjum á Archery TV Iceland Youtube rásinni (eru í vinnslu þegar þetta er skrifað, koma út síðar)
- Og í fréttum frá BFSÍ hér fyrir neðan
Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina