Eowyn Mamalias í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París

Eowyn Marie Mamalias endaði í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París ásamt liðsfélögum sínum í trissuboga kvenna liðinu Önnu Maríu Alfreðsdóttir og Ewa Ploszaj.

https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/i-x5JpgW7/A

Stelpurnar voru í 14 sæti í undankeppni heimsbikarmótsins og mættu því Mexíkó í 16 liða úrslitum sem var í 3 sæti í undankeppni og er í 1 sæti á heimslista. Þar fóru leikar 234-214 og Ísland því slegið út í 16 liða úrslitum í 9 sæti heimsbikarmótins. Mexíkó endaði á því að taka silfur á mótinu.

Í einstaklingskeppni mætti Ewoyn í fyrsta leik Tanja Gellenthien frá Danmörku. Þar sigraði Tanja útsláttarleikinn 143-128 og sló Eowyn því út af heimsbikarmótinu í 33 sæti í einstaklingskeppni. Tanja endaði á því að taka silfur á heimsbikarmótinu eftir að tapa gull úrslitaleiknum í bráðabana.

https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/i-qhccf8C/A

Fyndið að segja frá er að Eowyn gleymdi símanum sínum í rútunni á leiðinni af keppnisvellinum einn daginn sem sendi liðsstjórann í 2 daga leiðangur að finna gripinn. En það hófst og síminn fannst á á rútustöðinni fyrir utan París deginum áður en liðið flaug heim.

Mögulegt er að lesa frekar um gengi Íslands á heimsbikarmótinu í frétt bogfimisambandsins hér fyrir neðan.

Stelpurnar okkar í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París