Eowyn MA Mamamlias miðar hátt og hittir

Eowyn sló 2 einstaklings Íslandsmet í U16 flokki og 1 liðamet.

Í útsláttarkeppninni skoraði hún 145 stig. Fullkomið skor er 150 stig og því fræðilega séð aðeins hægt að slá metið að hámarki 5 sinnum í viðbót.

Í undankeppni skoraði Eowyn 680 stig af 720 mögulegum. Það skor væri nægilegt til að setja hana í 2 hæstu sæti á norðurlandameistarmóti ungmenna í U16 flokki miðað við skor síðustu 6 ára. (50% af skiptunum í 1 sæti og 50% í öðru sæti). Íslandsmetið sem hún sló var af Norðurlandameistaramóti ungmenna 2018 þar sem hún var í 3 sæti með skorið 667.

Þetta var síðasta utandyramótið sem Eowyn gat keppt á í U16 flokki þar sem á næsta ári verður hún komin í U18 flokk. Hún hefur því sett Íslandsmetið hátt fyrir þær stelpur sem koma inn í framtíðinni í trissuboga. Þær stelpur þurfa að vera bara að vera bestar á Norðurlöndum til að geta slegið metið hennar.

Eowyn og Daníel Ægisson slóu U16 mixed team metið með skorið 1307. Daníel skoraði 627 stig á mótinu sem er PB (Personal Best) Íslandsmetið í hans flokki er 678 stig. Hann skoraði 51 stigi frá Íslandsmetinu og byrjaði fyrir 6 mánuðum…. Vel vert að fylgjast með hvernig það mun þróast.

Þetta var það góður árangur að mér þótti vert að skrifa sér grein um það þó ég hafi ekki haft tíma/heilsu til þess á laugardaginn.