Sveigboga Sunnudegi lokið – Gummi og Kelea Stóra Núpsmeistarar 2019

Stóra Núps Meistarar árið 2019:

Í sveigboga Gummi Guðjónsson og Kelea Quinn

Gummi vann Þröst Hrafnsson 6-2 um titilinn og Kelea vann Astrid Daxböck naumlega 6-4 í kvenna um gullið.

Kelea er búin að vera að díla við meiðsl á hendi í nokkrun tíma en þetta er fyrsta utandyra mótið sem hún klárar í ár. Hún er búin að vera að prófa ýmsar meðferðir til að finna leið til að skjóta án verkja í hendinni og það virðist eitthvað vera að virka.

Gummi er búinn að vera að díla við heilsu vandamál í 5 ár og var verið að greina hann með enn annan sjúkdóm á miðvikudaginn fyrir mótið. En hann stendur en (rétt svo, hann er kominn í zombie mode á myndinni)

Fólkið sem vann opinn flokk þetta árið var því “sjúklega gott” lol

Kelea vann silfur medalíu á World Series indoor í öldungaflokki (45+) í upphafi ársins og Gummi vann einnig silfur í öldungaflokki (30+) á European Master Games í síðast mánuði.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net

Keppt var í trissuboga og berboga flokkum á laugardaginn.

Stóra Núpsmeistaramótið var haldið á bogfimisvæðinu á Stóra Núpi í Árnesi þessa helgi og er árlegur viðburður.

Aðrir aldursflokkar á mótinu.

Marín bætti Íslandsmetið í U16 sveigboga um 40 stig úr 473 í 513 stig.

Marín og Pétur bættu Íslandsmetið í U16 blandaðri liðakeppni um 214 stig og skoruðu 1003 stig á mótinu.

Oliver Robl vann gull í sveigboga 60metrum (50+/U18) með sigri á Ólafi Brands 6-2. Óli var ekki með …. sigti og Oliver var ekki með …. örvanokk. Þetta var því … spennandi/áhugaverð? gull keppni.

Sigríður Sigurðardóttir tók gull í kvenna flokki sveigboga 60metrum (50+/U18). Sigga var að koma heim fyrir skömmu af Evrópuleikum 50+ þar sem hún lenti í 17 sæti og sló Íslandsmetið í 50+ sveigboga kvenna. Markmið mótsins var að slá það met aftur en veðrið mótmælti 😉

Stóra Núps Meistaramótið verður haldið aftur á næsta ári og þeir feðgar Rúnar Þór Gunnarsson og Gunnar Þór Jónsson eru spenntir fyrir því að auka fjölda móta sem haldin eru á svæðinu. Mögulega að búa til mótaröð úr því.

Sendum jákvæðar hugsanir til þeirra fyrir að halda mótið og sérstakar þakkir fær Ingólfur Rafn Jónsson einnig fyrir dómgæslu.

Eignar bikar er gefin út í opnum flokkum ef ákveðið margir eru skráðir til leiks í þeim flokki. Gefin var út bikar í ár í trissuboga karla og kvenna og sveigboga karla.

Þetta var síðasta utandyra mót á skrá í ár og veðrið var haustlegt kalt, blautt og vindasamt sem hjálpaði ekki keppendunum. (það hefur reyndar verið talað um að halda annað utandyra mót í vetur og kalla það “Frosty the bowman” en við sjáum hvað verður úr því síðar)