BF Boginn með 30 Íslandsmeistaratitla og 17 Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna síðustu helgi

Bogfimifélagið Boginn sýndi sterkustu frammistöðu á Íslandsmóti ungmenna síðustu helgi með 30 gull, 20 silfur og og 12 brons ásamt því að slá 17 af 18 Íslandsmetum sem slegin voru á mótinu.

Vegna fjölda keppenda Bogans eru úrslit félagsins það víðtæk að erfitt er að gefa öllum keppendum almennilega umfjöllun við hæfi í einni fréttagrein, en vert er að lista allavega upp þá keppendur Bogans sem unnu til titla eða slóu Íslandsmet á mótinu.

BF Boginn vann 40 af 30 titlum sem veittir voru á Íslandsmóti ungmenna. Titlar sem keppendur Bogans unnu eru:

17 Einstaklings Íslandsmeistaratitlar:

  1. Sveigbogi U16 kvenna Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir
  2. Trissubogi U16 karla Magnús Darri Markússon
  3. Trissubogi U16 kvenna Þórdís Unnur Bjarkadóttir
  4. Berbogi U16 karla Baldur Freyr Árnason
  5. Berbogi U16 kvenna Lóa Margrét Hauksdóttir
  6. Sveigboga U18 kvenna Svandís Ólavía Hákonardóttir
  7. Berbogi U18 karla Patrek Hall Einarsson
  8. Trissubogi U18 karla Ragnar Smári Jónasson
  9. Sveigbogi U21 kvenna Melissa Tanja Pampoulie
  10. Berbogi U21 kvenna Heba Róbertsdóttir
  11. Sveigbogi U16 Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir (keppni óháð kyni)
  12. Trissubogi U16 Þórdís Unnur Bjarkadóttir (keppni óháð kyni)
  13. Berbogi U16 Baldur Freyr Árnasson (keppni óháð kyni)
  14. Sveigbogi U18 Svandís Ólavía Hákonardóttir (keppni óháð kyni)
  15. Trissubogi U18 Ragnar Smári Jónasson (keppni óháð kyni)
  16. Sveigbogi U21 Halla Sól Þorbjörnsdóttir (keppni óháð kyni)
  17. Berbogi U21 Heba Róbertsdóttir (keppni óháð kyni)

13 Félagsliða Íslandsmeistaratitlar:

  1. Sveigbogi U16 kvenna lið (Jenný Magnúsdóttir og Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir)
  2. Trissubogi U18 karla lið (Ragnar Smári Jónasson og Ísar Logi Þorsteinsson)
  3. Trissubogi U18 kvenna lið (Stella Wedholm Albertsdóttir og Lilja Ellertsdóttir)
  4. Trissubogi U16 kvenna lið (Aríanna Rakel Almarsdóttir og Þórdís Unnur Bjarkadóttir)
  5. Berbogi U16 karla lið (Baldur Freyr Árnason og Dagur Ómarsson)
  6. Berbogi U16 kvenna lið (Ylfa Karen Guðbjörnsdóttir og Lóa Margrét Hauksdóttir)
  7. Trissubogi U16 blandað lið (Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Magnús Darri Markússon)
  8. Berbogi U16 blandað lið (Lóa Margrét Hauksdóttir og Baldur Freyr Árnason)
  9. Sveigbogi U21 kvenna lið (Melissa Pampoulie og Halla Sól Þorbjörnsdóttir)
  10. Trissubogi U21 karla lið (Ragnar Smári Jónasson og Ísar Logi Þorsteinsson)
  11. Trissubogi U21 kvenna lið (Freyja Dís Benediktsdóttir og Þórdís Unnur Bjarkadóttir)
  12. Trissubogi U21 blandað lið (Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Ísar Logi Þorsteinsson)
  13. Berbogi U21 blandað lið (Heba Róbertsdóttir og Patrek Hall Einarsson)

BF Boginn setti 17 Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna og þar er helst vert að nefna Þórdís Unnur Bjarkadóttir sem átti hlutdeild í 6 af 17 Íslandsmetum Bogans, Ragnar Smára Jónasson sem átti hlutdeilda að 4 af 17 Íslandsmetum félagsins á mótinu og einnig Eir Skov Jensen sem setti annað Íslandsmet í sögunni í þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað).

Eftirfarandi Íslandsmet voru slegin/sett af keppendum BF Bogans:

8 Einstaklings Íslandsmet:

Sveigbogi U18 WA undankeppni kvenna 379 stig (var 360)
Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB

Trissubogi U18 BFSÍ undankeppni kynsegin/annað 439 stig (nýtt)
Eir Skov Jensen BFB

Trissubogi U18 WA undankeppni karla 554 stig (var 548)
Ragnar Smári Jónasson BFB

Trissubogi U18 WA undankeppni kvenna 558 stig (var 550)
Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB

Trissubogi útsláttarkeppni U16 kvenna 146 stig (var 145)
Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB

Trissubogi útsláttarkeppni U18 WA kvenna 141 stig (var 140):
Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB

Trissubogi útsláttarkeppni U18 WA karla 138 stig (var 136)
Ragnar Smári Jónasson BFB

Berbogi U21 WA undankeppni 307 stig (nýtt)
Patrek Hall Einarsson BFB

9 Félagsliða Íslandsmet:

Sveigbogi undankeppni U16 kvenna lið 947 stig (var 935)
BF Boginn Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir + Jenný Magnúsdóttir

Trissubogi undankeppni U16 kvenna lið 1128 stig (var 1103)
BF Boginn Aríanna Rakel Almarsdóttir + Þórdís Unnur Bjarkadóttir

Trissubogi undankeppni U16 blandað lið 1131 stig (var 1072)
BF Boginn Þórdís Unnur Bjarkadóttir + Magnús Darri Markússon

Trissubogi undankeppni U18 karla lið 1098 stig (var 1056)
BF Boginn Ísar Logi Þorsteinsson + Ragnar Smári Jónasson

Trissubogi undankeppni U21 kvenna lið 1119 stig (var 1103)
BF Boginn Freyja Dís Benediktsdóttir + Þórdís Unnur Bjarkadóttir

Trissubogi undankeppni U21 karla lið 1084 stig (var 1072)
BF Boginn Ísar Logi Þorsteinsson + Ragnar Smári Jónasson

Berbogi undankeppni U16 kvenna lið 824 stig (nýtt)
BF Boginn Ylfa Karen Guðbjörnsdóttir + Lóa Margrét Hauksdóttir

Berbogi undankeppni U16 blandað lið 880 stig (var 844)
BF Boginn Lóa Margrét Hauksdóttir + Baldur Freyr Árnason

Berbogi undankeppni U21 blandað lið 576 stig (nýtt)
BF Boginn Patrek Hall Einarsson + Heba Róbertsdóttir

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum 4 febrúar og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum 5 febrúar. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.

Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland 

Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo  og í mótakerfi BFSÍ 

Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina