BF Hrói Höttur í Hafnarfirði með 1 Íslandsmeistaratitil og 2 silfur á Íslandsmóti ungmenna

Auðunn Andri Jóhannesson tók Íslandsmeistaratitilinn í U18 berboga karla. Auðunn tók einnig Íslandsmetið í berboga karla U18 á Norðurlandameistaramóti Ungmenna sem haldið var í gær á sama velli þar sem hann lenti í 4 sæti.

Mótið var haldið í heimabæ félagsins á Haukavelli við Ásvelli í Hafnarfirði. Veðrið var nokkuð gott fyrri part dags, ekki mikill vindur en varð kaldara eftir því sem leið á daginn og byrjaði að rigna í lokakeppninni.

Nóam Óli Stefánsson fékk silfur í trissuboga karla U18 eftir tap í gull úrslitum gegn Daníel Baldurssyni úr Skaust á Egilstöðum 124-115.

Georg Elfarsson fékk silfur í sveigboga karla U21 eftir 6-0 tap í úrslitum gegn Oliver Ormar Ingvarssyni úr BF Boganum í Kópavogi.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.