Skotfélag Austurlands á Egilstöðum með 2 Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti ungmenna

Daníel og Logi tóku Íslandsmeistaratitla í ungmenna flokkum fyrir Skaust á Íslandsmóti ungmenna sem haldið var í dag á Haukavelli í Hafnarfirði.

 

Daníel Baldursson vann Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga karla U18 og Logi Beck Kristinsson tók titillinn í trissuboga karla U16. Þeir voru einu tveir keppendur Skaust á mótinu þannig að Skaust tók titla í öllum flokkum sem þeir kepptu í.