Anna María Alfreðsdóttir í Íþróttafélagin Akur á Akureyri tók titilinn í trissuboga kvenna U21 með einu Íslandsmeti og ekki langt frá því að taka annað til viðbótar

Anna skoraði 640 stig í undankeppni Íslandsmóts ungmenna í dag sem er aðeins 2 stigum frá Íslandsmetinu í U21 flokki sem Anna á sjálf. En það skor er 641 stig sem hún skoraði í fyrra sumar á Stóra Núps mótinu.

Í gull úrslitumtók Anna sigurinn gegn Söru Sigurðardóttir úr BF Boganum með nýju U21 Íslandsmeti 137 stig gegn 130.

Íslandsmót ungmenna utandyra var haldið í dag á Haukvelli í Hafnarfirði. Veðrið á mótinu var nokkuð gott og góðar aðstæður til þess að keppa í, þó að það hafi orðið kalt og rignt í lokakeppninni.

Anna vann einnig brons á Norðurlandameistaramóti ungmenna í gær en skoraði töluvert lægra skor á því móti 606 stig. Ef hún hefði skorað sama skor í gær og hún gerði á Íslandsmótinu í dag hefði hún tekið silfur verðlaunin á NUM. En Anna vann Íslandsmeistaratitilinn í U18 flokki í fyrra og tók brons á NUM 2019 (2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs). Anna var ánægð en ekki alveg sátt við það að fá sömu verðlaun á NUM þetta árið þar sem hún miðar hærra í íþróttinni og þráir titilinn. Hún er einnig áætluð til keppni á HM ungmenna í Póllandi í næsta mánuði.

Anna var eini keppandinn fyrir ÍF Akur á mótinu en Rakel Arnþórsdóttir í sama félagi tók þátt sem sjálfboðaliði á mótinu en hún er 21 árs á árinu og því búin með sinn feril í ungmennaflokkum.