Berboga prinsessan Guðbjörg og berboga kóngurinn Ólafur verja Íslandsmeistaratitlana sína í U21 og 50+

Guðbjörg Reynisdóttir og Ólafur Ingi Brandsson bæði í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði vörðu fyrsta titil ársins á Íslandsmóti ungmenna og öldunga 15-16 febrúar.

Ólafur varði titilinn á móti Oliver Robl í Bogfimifélaginu Boganum með 7-1 sigri.

Guðbjörg varði sinn titil gegn Söru Rós Sigurpálsdóttir úr sama félagi 6-0.

Guðbjörg vann alla Íslandsmeistaratitla í berboga í U21 og opnum flokki á síðast ári.

Berbogi opinn flokkur kvenna innandyra og utandyra.
Berbogi U21 kvenna innandyra og utandyra.

Ólafur Ingi Brandsson gerði svipað og vann alla Íslandsmeistara titla í 50+ og opnum flokki á síðasta ári.

Berbogi opinn flokkur innandyra og utandyra.
Berbogi 50+ karla innandyra og utandyra.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að þau ná sama árangri þetta árið.

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.