Bogfimi hjónin Albert og Sveinbjörg tóku einn Íslandsmeistaratitil hvor í 50+ flokki

Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir bæði í Bogfimifélaginu Boganum tóku Íslandsmeistaratitlana innandyra í 50+ trissuboga karla og kvenna á Íslandsmóti öldunga.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitil Alberts en þriðja titill Sveinbjargar í öldungaflokki.

Albert lenti í hörku baráttu við Rúnar Þór Gunnarsson úr sama félagi. Rúnar er verjandi titilhafi í opnum flokki og öldungaflokki og því ekkert lamb að leika sér við. Þrátt fyrir það náði Albert að sigra Rúnar 139-135 í úrslitum.

Sveinbjörg sigraði Katrín Frigg Alfreðsdóttir 133-119 í úrslitum Íslandsmótsins í trissuboga kvenna 50+. Sveinbjörg varði þannig titil sinn í öldungaflokki frá því á Íslandsmóti öldunga 2019.

Sveinbjörg setti einnig Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna 50+ í úrslitunum með 133 stig.

Hjónin gerðu einnig stóra hluti á síðasta ári þar sem þau settu 2 heimsmet og 2 evrópumet í 50+ tvíliðaleik.

Þau hafa sett sér það markmið að reyna við heimsmetið aftur á þessu ári og ætla sér að keppa á heimsbikarmótinu í Shanghæ Kína síðar á þessu ári. Þó að óvíst sé á þessum tímapunkti hvort að mótið verði haldið vegna kórónavírus veikindana sem breiðast um í því landi.

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands. En þar situr Albert einnig í stjórn.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.