Heba Róbertsdóttir með tvö brons á NM ungmenna

Heba Róbertsdóttir tók einstaklings brons og liða brons í berboga karla U21 á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí).

Heba vann sig örugglega í gegnum 8 manna úrslit gegn Jenny Romset 7-1. Í undanúrslitum á móti Tilde Ottoson frá Svíþjóð ruglaðist Heba á hvenær æfingarumferðum lauk og skaut ekki fyrstu lotuna í útslættinum og tapaði svo leiknum 6-0 og Heba fór því í brons leikinn. Þar mætti hún Kristine Markegard frá Noregi þar sem Heba vann öruggann sigur 6-0 og tók bronsið. Tilde Ottoson frá Svíþjóð tók gullið 6-0 gegn Victoria Sorensen frá Noregi.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-8qNMgGN/A

Heba ásamt liðsfélaga sínum Auðunn Andra Jóhannessyni voru ekki langt frá því að komast í gull úrsliti liða, í undanúrslitum endaði leikurinn á milli Íslands og Noregs jafn 4-4 og þurfti bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara leiksins sem færi að keppa í gull úrslitum. Þar hafði Noregur betur 14-11 og Ísland tók bronsið. Svíþjóð hafði betur gegn Noregi í gull úrslitaleiknum. Heba hreppti því sitt annað brons.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-T7WjcHH/A

Samantekt af niðurstöðum og árangri Hebu af NM ungmenna 2023:

  • Brons berboga U21 kvenna
  • Brons lið berboga U21 lið

Semsagt árangursrík helgi hjá Hebu, sem keppir með Bogfimifélaginu Bogann í Kópavogi.

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023