Íslandsmet í bogfimi.

Það sem komið er af árinu 2018 er búið að tilkynna 46 Íslandsmet í gegnum skráninguna á bogfimi.is.

Þetta eru ekki öll met sem slegin voru á árinu 2018 þar sem skráningin var búin til og sett í loftið í Apríl á þessu ári, einnig er árinu ekki lokið enn. Metin eru líklega tvöfalt fleiri en voru tilkynnt í gegnum vefsíðuna.

Guðbjörg Reynisdóttir sló lang flest met á þessu ári með 18 Íslandsmet slegin í 3 aldursflokkum Opnum flokki, U21 og U18

Guðbjörg Reynisdóttir:

 • 18 Íslandsmet í einstaklingskeppni opnum flokki, U21 og U18
 • 2x Íslandsmeistari í opnum flokki einstaklinga
 • GULL Norðurlandameistarmót Ungmenna Einstaklinga U21
 • GULL Norðurlandameistaramót Ungmenna Liða U21
 • Helsti árangur/afrek: Tvöfaldur Norðurlandameistari

Guðbjörg Reynisdóttir SJÁ ALLAR NIÐURSTÖÐUR ÁRSINS MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Guðbjörg Reynisdóttir Íþróttafélagið Freyja
Berbogi Kvenna Skor Qualif rank Final rank Fjöldi keppenda
Íslandsmót Innanhúss 365 1 1 1
Aurora Open 365 1 1 2
Íslandsmót Utanhúss 491 1 1 2
Nordic Youth Championships U21 488 1 1 2
Stóra Núps Meistaramótið 453 1 1 1
Hrekkjavökumót Ungmenna 2018 461 1 1 1
IceCup Janúar 349 1 1 1
IceCup Febrúar 393 1 1 4
IceCup Mars 373 1 1 3
IceCup Apríl 400 2 2 4
IceCup Ágúst 414 1 1 1
IceCup September 465 1 1 1
IceCup Október 433 1 1 2
IceCup Nóvember 2017 261 1 1 1
IceCup Desember 2017 326 1 1 1
Íslandsmet listi
Íslandsmet ICECUP NÓV 2017 Opinn fl 261
Íslandsmet ICECUP NÓV 2017 U21 261
Íslandsmet ICECUP NÓV 2017 U18 261
Íslandsmet ICECUP DES 2017 Opinn fl 326
Íslandsmet ICECUP DES 2017 U21 326
Íslandsmet ICECUP DES 2017 U18 326
Íslandsmet ICECUP JAN 2018 Opinn fl 349
Íslandsmet ICECUP JAN 2018 U21 349
Íslandsmet ICECUP FEB 2018 Opinn fl 393
Íslandsmet ICECUP FEB 2018 U21 393
Íslandsmet ICECUP APR 2018 Opinn fl 400
Íslandsmet ICECUP APR 2018 U21 400
Íslandsmet Íslandsmót utanhúss 2018 Opinn fl 491
Íslandsmet Íslandsmót utanhúss 2018 U21 491
Íslandsmet ICECUP ÁGÚ 2018 Opinn fl 414
Íslandsmet ICECUP ÁGÚ 2018 U21 414
Íslandsmet ICECUP SEPT 2018 Opinn fl 465
Íslandsmet ICECUP SEPT 2018 U21 465
Alþjóðlegar medalíur
Norðurlandameistari 2018 U21 GULL
Norðurlandameistari 2018 U21 liðakeppni GULL
Íslandsmeistaratitlar
Íslandsmeistari Utandyra 2018 Opinn fl Berbogi OK
Íslandsmeistari Innandyra 2018 Opinn fl Berbogi OK
World Ranking Barebow ATH það er ekkert world ranking fyrir Berboga
Helsti árangur
Tvöfaldur Norðurlandameistari Ungmenna U21
5 Punkta listi til tilnefningar
Hefur keppt um eða unnið verðlaun á alþjóðlegum mótum.
Hefur unnið að lágmarki 2 útslætti á alþjóðlegum mótum
Hefur slegið Íslandsmet á tímabilinu.
Hefur unnið Íslandsmeistaratitil á tímabilinu
Er meðal 3 hæstu á heimslista fyrir Ísland. NEI (Enginn heimslisti fyrir berboga)
4 af 4 mögulegum atriðum, tilnefning staðfest

Eowyn Marie Mamalias sló 15 og Nói Barkarsson sló 16, sem eru allt töluverð afrek, enda voru þau öll tilnefnd til íþróttafólks ársins 2018.

Til upplýsinga fyrir framtíðina.

Árið 2019 verða enginn met talin gild nema þau séu tilkynnt í gegnum http://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/ í síðasta lagi 30 dögum eftir að metið var slegið.

Það eru 3 ástæður fyrir því.

 1. Til þess að geta haldið utan um tölfræði um Íslandsmet
 2. Svo að það séu minni líkur á því að met séu tilkynnt eftir að það er búið að slá þau aftur.
 3. Svo að met verði ekki samþykkt sem eru lægri en eldri skor sem hafa verið skotin.

Það er verið að vinna í að skrifa upp reglugerðir í bogfimi. Við gerum ráð fyrir því að reglugerð um Íslandsmet verði sett inn á bogfimi.is 2019 http://bogfimi.is/log-og-reglur/

Hér fyrir neðan er hægt að sjá óstaðfesta reglugerð um Íslandsmet. (reglugerðin sem verður sett í gang 2019 verður mjög líklega þessi eða mjög lík þessari)

Íslandsmet:

Hægt er að slá Íslandsmet á mótum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði.

 1. Að mótið fari eftir reglum WA og BFSÍ.
 2. Að mótið sé tilkynnt til formanns BFSÍ að lágmarki 20 dögum áður en mót hefst.
 3. Landsdómari eða hærri dómaragráða dæmi á mótinu.
 4. Að skotsvæði sé í samræmi við reglur WA um uppsetningu vallar. (Book 2, chapter 7)
 5. Að rafrænar niðurstöður og skráning séu gerðar í samræmi við reglur WA um heimsmet.

Til staðfestingar á Íslandsmetum er nægilegt að vísa í rafrænar niðurstöður IANSEO af mótinu.

Hver sem er má tilkynna Íslandsmet í gegnum vefsíðu BFSÍ. BFSÍ tekur ekki ábyrgð á því að uppfæra Íslandsmetaskrá með metum nema metin hafi verið tilkynnt. Ef ekki er búið að tilkynna Íslandsmet 30 dögum eftir að móti er lokið telst metið ekki gilt.

Íslandsmet er hægt að slá í öllum aldursflokkum, fjarlægðum og skífustærðum sem keppt er í á Íslandsmótum. Nýtt íslandsmet þarf að vera amk 1 stigi hærra en núverandi met.

Einstaklingar sem mega keppa um Íslandsmeistaratitil í ákveðnum flokki geta slegið Íslandmet í þeim flokki.

Evrópu/heimsmet:

Sé um evrópumet og/eða heimsmet að ræða þarf að tilkynna það tafarlaust eftir lok móts til BFSÍ, ásamt upprunalegu skorblaði, eða afriti undirrituðu af dómara mótsins og vottum. Sjá nánar í reglubók WA um heimsmet.