Anna VS Alfreð. Anna tekur 5-4 forystu í fjölda Íslandsmeistaratitla en Alfreð tekur 583-582 forystu í personal best í feðgina bardaganum á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson úr Akur á Akureyri keppa mikið sín á milli í íþróttinni ásamt því að vera meðal fremsta trissuboga fólk landsins og mjög jafnt er á milli þeirra.

Akureyrsku/Húsvísku feðginin höfðu bæði unnið 3 Íslandsmeistaratitla einstaklinga í meistaraflokki fyrir upphaf Íslandsmeistaramótsins sem haldið var um helgina og voru bæði talin sigurstrangleg á mótinu í sinni grein.

Anna var efst í undankeppni kvenna og vann sig upp í gull úrslitin í kvennaflokki. Í gull úrslitaleik kvenna mættust Anna og Eowyn Marie Mamalias úr BFHH Hafnarfirði, leikurinn var jafn og spennandi en endaði í 142-141 sigri Önnu. Hér er hægt að sjá úrslitaleikinn:

Alfreð var efstur í undankeppni karla og vann sig upp í gull úrslitin í karlaflokki. Í gull úrslitaleik karla mættust Alfreð og Ragnar Smári Jónasson úr BFB í Kópavogi, þar sem Alfreð tók sigurinn 141-138. Hér er hægt að sjá úrslitaleikinn:

Staðan var því 4-4 í Íslandsmeistaratitlum á milli feðgina og aðeins einn titill eftir, Íslandsmeistaratitilinn óháður kyni. Þar mættust Anna og Alfreð í gull úrslitaleiknum en þar náði Anna naumum sigri 142-141 og tryggði sér forystuna í feðgina bardaganum. Hér er hægt að sjá úrslitaleikinn:

En Alfreð bætti sitt persónulega besta skor í undankeppni Íslandsmótsins innandyra með skorið 583, sem er einu stigi hærra en personal best Önnu Maríu og Alfreð var hæstur í undankeppni um titilinn óháðan kyni.

En Anna sagði að utandyra sé hennar personal best 683 stig og Alfreð jafnaði það skor seinna, og til þess að slá met þarf að skora einu stigi hærra, þannig að Anna segir að hún sé að vinna feðgina keppnina.

Anna og Alfreð tryggðu ÍF Akur á Akureyri alla þrjá einstaklings Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramótinu í trissuboga.