Anna María tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina

Anna María Alfreðsdóttir úr ÍFA Akureyri vann Íslandsmeistaratitil kvenna og Íslandsmeistaratitilinn óháðan kyni í tveim spennandi úrslitaleikjum á Íslandsmeistaramótinu innandyra í bogfimi um 2-3 mars.

Í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga kvenna mættust Anna og Eowyn Marie Mamalias úr Hróa í Hafnarfirði. Úr varð æsispennandi bardagi um gullið, þar sem að Anna var með góða forystu í síðustu umferðinni, en þar náði ríkjandi Íslandsmeistari Eowyn að saxa niður muninni, en 1 stig stóð eftir og Anna tók því sigurinn 142-141 og endurheimti því titilinn. Erla Marý Sigurpálsdótttir tók brons verðlaunin. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Önnu í meistaraflokki á ferlinum, en hún tók Íslandsmeistaratitilinn innandyra fyrst árið 2022, tapaði honum 2023 en var nú að taka hann aftur heim á Akureyri 2024.

ALFREÐSDÓTTIR AM (IFA) 142

30 28 28 29 27
27 29 27 29 29

MAMALIAS EM (BFHH) 141

Mögulegt er að horfa á úrslitin í trissuboga kvenna í heild sinni hér:

Anna komst einnig í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn óháða kyni (allra). Faðir Önnu og  liðsfélagi Alfreð Birgisson var andstæðingurinn í úrslitaleiknum, en mikil samkeppni er milli þeirra feðgina. Leikurinn var mjög jafn en og Alfreð tók forystuna í þriðju umferðinni, en Anna jafnaði leikinn í fjórðu. Anna náði svo sigrinum í síðustu umferðinni með einu stigi betri umferð. Lokaskorið var því 142-141, Anna tók því fimmta Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki á sínum ferli og tók báða einstaklings Íslandsmeistaratitlana (kvenna og óháð kyni) í trissuboga á mótinu. Eowyn Marie Mamaliastók svo bronsið.

BIRGISSON A (IFA) 141

28 28 29 28 28
28 28 28 29 29

ALFREÐSDÓTTIR AM (IFA) 142

Mögulegt er að horfa á úrslitin í trissuboga (óháð kyni) í heild sinni hér:

Fjallað er meira um fegðina bardagann hér, en þau eru mjög jöfn.

Anna VS Alfreð. Anna tekur 5-4 forystu í fjölda Íslandsmeistaratitla en Alfreð tekur 583-582 forystu í personal best í feðgina bardaganum á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Anna vann einnig brons í trissuboga félagsliðakeppni fyrir ÍF Akur, en með henni í liðinu voru Alfreð Birgisson og Benedikt Tryggvason.