Anna og Izaar í topp 10 vali um íþróttafólk Akureyrar 2023

Anna María Alfreðsdóttir og Izaar Arnar Þorsteinsson úr Íþróttafélaginu Akri (ÍFA) á Akureyri eru bæði í topp 10 vali um íþróttafólk Akureyrar.

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 31. janúar kl. 17.30 þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar verður lýst. Ásamt því verða veittar viðurkenningar og verðlaun til íþróttafólks og félaga fyrir ýmis afrek á árinu.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA)

https://www.iba.is/is/frettir/frettir-iba/ithrottahatid-akureyrar-2023?fbclid=IwAR2DaAal2wjYwQlOh-osKQ1Jl1aElCpXtErKssThnXK5MPet-BNQI0sI4gM