Freyja keppir á World Series (HM), undankeppni í dag úrslit á morgun

Freyja Dís Benediktsdóttir er að keppa á World Series U21 (HM U21) í Nimes í Frakklandi þessa helgi.

Í stað þess að skrifa frétt eins og venjulega, sem er oftar en ekki haf af texta sem getur verið óþjáll að lesa og skilja fyrir þá sem fylgjast ekki reglubundið með bogfimi á heimsvísu, þá ætla ég að prófa að setja upp einfaldaða útgáfu sem miðlar öllu því sem þú þarft til þess að vita nákvæmlega hvað er að gerast og hvernig það virkar.

Á stuttu einföldu máli hvað er World Series?

 • World Series er heimsmótaröð World Archery (bogfimi heimssambandsins) í markbogfimi innandyra.
 • Sá besti í heiminum í innandyra bogfimi er titlaður í mótaröðinni

Hvernig virkar World Series?

 • Haldin eru fjögur World Series mót frá október til janúar (heimsmótaröð).
 • Gefin eru stig á heimslista fyrir árangur í þeim fjórum mótum (World Series Elite Ranking List)
 • Efstu 16 á heimslista vinna þátttökurétt í úrslitamótið (World Series Finals)
 • Sá sem vinnur úrslitamótið er titlaður World Series Champion af heimssambandinu
 • Titilinn er í raun ígildi heimsmeistaratitils, þar sem sá besti í íþróttinni er titlaður í þessari mótaröð
Dagskrá World Series heimsmótaraðarinnar 2024

Hvað er að gerast núna um helgina?:

 • Síðasta mót í mótaröðinni fyrir U21 flokk er að ljúka í dag og í fyrrmálið (3 holl af keppendum, 2 holl í dag og 1 holl á morgun)
 • Freyja var að keppa í dag
 • Í fyrramálið kl 10:00 (11:00 að staðartíma) þegar allir hafa lokið keppni kemur formlega í ljós hverjir eru í topp 16
 • World Series Finals útsláttarkeppni milli topp 16 verður á morgun kl 10:30 (11:30 að staðartíma)
 • Fjórir efstu þar keppa svo í brons og gull úrslitum á sunnudaginn kl 8:00 (9:00 að staðartíma)
 • Freyja ætti að vera búin að tryggja sér topp 16 sæti á stigum í útsláttarkeppni World Series U21 Champion titilinn

Freyja var í raun stigalega séð búin að tryggja sér þátttökurétt á úrslitamótinu í nóvember. Þar sem hún var það hátt á heimslista áður en mótið í Frakklandi hófst að, eftir því sem við best getum séð, þurfti hún bara að mæta á Frakklands mótið og skjóta einni ör til þess að vinna þátttökurétt í topp 16 á World Series U21 Finals.

Freyja var að keppa í fyrsta holli keppenda í undankeppni í dag. Það gekk vel í fyrri umferðinni þar sem allar efstu sjö stelpurnar voru með nánast sömu stig. Freyja var hinsvegar ekki að finna tíuna í seinni umferðinni, sirka 50% af örvunum voru 10 stig í fyrri umferðinni en aðeins um 13% í seinni umferðinni, sem er mjög óvenjulegt. En það er innan þess sem getur gerst tölfræðilega séð, bara of margir liners (örvar á mörkum 10 og 9). En engin raunverulega léleg skot per say þar sem að allt var í níum og hærra hjá Freyju en flestar hinar stelpurnar misstu örvar í lægra en 9 stig. En samt óvenjulega lágt skor í undankeppni frá Freyju sem hefur ekki sést síðan 2022. Við áætluðum sirka topp 10 sæti í undankeppni, en nú verður hún líklega milli 10-20 sæti í undankeppni. Það ætti þó ekki að koma að neinni sök þar sem að Freyja ætti þegar að vera komin inn á úrslitamótið hvort sem er, eins og sagt var ofar hún þurfti í raun bara að skjóta einn ör af 60. Kannski var Freyja að spara tíurnar fyrir úrslitin á morgun 😉

Freyja að keppa í brons úrslitum European Youth Cup í U21 flokki í sumar gegn Lara Drobnjak sem er einnig að keppa í World Series

Freyja tók silfur í Sviss í október og var í topp 10 í Lúxemborg og var að hoppa á milli 2-4 sæti á heimslistanum eftir að 3 af 4 mótum mótaraðarinnar var lokið. Því er nokkuð ljóst að engin leið ætti að vera til staðar fyrir 13 keppendur að komast yfir hana á stigum og ýta henni niður úr topp 16 á heimslista með þeim stigum sem eftir voru í pottinum fyrir fjórða og síðasta mótið.

Staða á World Series Elite Ranking heimslista U21 fyrir mótið í Frakklandi. Þar sat Freyja í öruggu fjórða sæti en þurfti bara að vera í topp 16 til þess að vinna þátttökurétt á lokamótið

Afhverju er sigurvegari heimsmótaraðarinnar ígildi heimsmeistara?

Alþjóðabogfimisambandið hætti haldi HM innandyra og heimsbikarmótaraðar innandyra árið 2019 og hóf þessi í stað hald heimsmótaraðar innandyra (Indoor World Series) með úrslitamóti fyrir topp 16 keppendurna (Indoor World Series Finals). Þannig að World Series tók í raun við af heimsbikarmótaröðinni og World Series Finals tók í raun við af HM.

Þannig að í dag er “besti í heiminum” sá sem vinnur heimsmótaröðina og hreppir World Series Champion titilinn. Hvað kallar maður þann sem er bestur í heiminum? Er það ekki “heimsmeistari” 😉 (Þó svo að titilinn sé formlega heimsmótaraðarmeistari)

Hvar get ég fylgst með?