34 á leið á EM í Króatíu í febrúar

31 keppandi og 3 fylgdarmenn eru skráðir til þátttöku fyrir Ísland á EM innandyra í Varazdin Króatíu 18-25 febrúar 2024.

Hópurinn samanstendur af bæði keppendum í meistaraflokki og U21 flokki þar sem keppt er í báðum aldursflokkum á sama tíma.

Eftirfarandi skipa lið Íslands í meistaraflokki:

 • Sveigboga karla lið
  • Haraldur Gústafsson
  • Georg Elfarsson
  • Oliver Ormar Ingvarsson
 • Sveigboga kvenna lið
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir
  • Valgerður E. Hjaltested
  • Astrid Daxböck
 • Trissuboga karla lið
  • Alfreð Birgisson
  • Magnús Darri Markússon
  • Dagur Örn Fannarsson
 • Trissuboga kvenna lið
  • Anna María Alfreðsdóttir
  • Matthildur Magnúsdóttir
  • Ewa Ploszaj
 • Berboga karla lið
  • Izaar Arnar Þorsteinsson
  • Sveinn Sveinbjörnsson
  • Sölvi Óskarsson
 • Berboga kvenna lið
  • Guðbjörg Reynisdóttir
  • Astrid Daxböck
  • Rakel Arnþórsdóttir

Eftirfarandi skipa lið Íslands í U21 flokki:

 • Sveigbogi karla U21
  • Máni Gautason
 • Sveigboga kvenna lið U21
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir
  • Heba Róbertsdóttir
 • Trissuboga karla lið U21
  • Ragnar Smári Jónasson
  • Ísar Logi Þorsteinsson
  • Daníel Hvidbro Baldursson
 • Trissuboga kvenna lið U21
  • Freyja Dís Benediktsdóttir
  • Eowyn Marie Mamalias
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
 • Berboga karla lið U21
  • Auðunn Andri Jóhannesson
  • Baldur Freyr Árnason
  • Ragnar Smári Jónasson
 • Berboga kvenna lið U21
  • Heba Róbertsdóttir
  • Maria Kozak
  • Lóa Margrét Hauksdóttir

Fylgdarfólk er:

 • Gummi Guðjónsson íþróttastjóri BFSÍ
 • Þórhallur Guðmundsson sjúkraþjálfari
 • Haukur Hrafn Þorsteinsson aðstoðarmaður

Samtals eru 34 keppnis skráðir á EM innandyra en aðeins 31 keppandi þar sem að 3 keppendur eru að keppa í tveim keppnisgreinum.

BFSÍ er að setja vonir sínar á að ná nokkrum verðlaunum á EM í Króatíu. Sem væri einnig í fyrsta sinn sem Ísland myndi vinna til verðlauna á EM í sögu íþróttarinnar. Ísland hefur þó komist nálægt því tvisvar þar sem Íslenskir keppendur kepptu um brons árið 2019 og 2022 en sigruðu því miður ekki leikina og enduðu í 4 sæti.

EM innandyra 2023 í Samsun Tyrklandi var því miður aflýst vegna nátttúruhamfara en mögulegt er að sjá hópinn frá Íslandi á EM innandyra 2022 í Lasko Slóveníu hér fyrir neðan.

Mynd frá EM innandyra í Slóveníu 2022