Anna María tekur Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga en heldur áfram fyrsta eða fjórða sætis hrinu sinni á Íslandsmóti ungmenna

Anna María Alfreðsdóttir í Akur á Akureyri tók Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga U21 á Íslandsmóti ungmenna síðustu helgi í æsi spennandi gull úrslita leik sem endaði í jafntefli og sigurvegari var úrskurðaður byggt á bráðabana þar sem báðir keppendur skutu 9 en Anna vann með ör sem var nær miðju.

Anna var eini keppandi Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri en félagið hefur verið að glíma við algert aðstöðuleysi á Akureyri um langt skeið og því ekki möguleiki fyrir önnur ungmenni að æfa íþróttina á Akureyri.

Anna lenti einnig í fjórða sæti í trissuboga kvenna U21 á Íslandmóti ungmenna og frekar óvenjulegt að vinna titilinn í keppni óháð kyni en lenda í fjórða sæti í trissuboga kvenna. En vert er að geta að styrkur U21 trissuboga kvenna á Íslandi er frekar hár miðað við getustig almennt í heiminum og fjórir efstu keppendur í keppni óháð kyni voru konur. Íslenska trissuboga kvenna liðið er einnig í top 10 sætum á Evrópulista.

Óvenjuleg tölfræði hefur verið í gangi tengt Önnu árið 2022, og virðist ætla að halda áfram árið 2023, þar sem Anna lendir reglubundið í fjórða sæti sama hver styrkleiki mótsins er. Þess til dæmis var hún í 4 sæti í U21 flokki á EM, NM og Íslandsmóti á nokkurra mánaða millibili 2022, og líklega fáir sem myndu segja að þessi þrjú móti séu af sama erfiðleikastigi 😅

  • 4 sæti á Íslandsmóti U21 febrúar
  • 4 sæti á Evrópumeistaramóti U21 febrúar
  • 4 sæti á Norðulandameistaramóti U21 júlí
Anna og pabbi hennar Alfreð að taka við verðlaunagripum á Íþróttamaður ársins hátíð ÍSÍ

Á sama tíma vann Anna Íslandsmeistaratitlana í opnum flokki utandyra og innandyra, vann brons á Veronicas Cup world ranking event í Slóveníu í opnum flokki o.fl. og því virðist þessi fjórða sætis tölfræði að mestu elta hana í U21 flokki frekar í keppni fullorðinna. Íþróttastjóri BFSÍ hefur rýnt í tölfræðina og það er ekkert óeðlilegt sem er að gerast þarna: “Þetta er eins og að kasta teningi og fá 6 á teninginn 10 sinnum í röð, það er óvenjulegt og ólíklegt en ekki ómögulegt, Anna er bara að lenda í þannig hrinu sem mun líklega enda bráðlega” (eða kannski betra að segja að fá töluna 4 upp 10 sinnum í röð í tilfelli Önnu).

Anna var áætluð til keppni á EM innandyra U21 í Samsun í Tyrklandi í þessari viku, en hún lenti einmitt í 4 sæti á EM innandyra í fyrra í Slóveníu. Því miður var mótinu aflýst vegna harmleiksins sem er í gangi í Tyrklandi núna vegna jarðskjálfta hrinu sem reið fyrir landið fyrir um viku síðan. Þessi aflýsing EM voru mikil vonbrigði fyrir Önnu þar sem þetta er síðast ár Önnu í U21 flokki og hún vildi vinna til verðlauna á EM U21 áður en hún færi varanlega upp í fullorðins flokk árið 2024.

Næsta mót á dagskrá hjá Önnu Maríu er Íslandsmeistaramótið í opnum flokki (fullorðinna) innandyra þar sem hún hyggst verja titilinn sinn sem hún vann í fyrsta sinn í fyrra. Eftir það mun Anna byrja að undirbúa sig fyrir Evrópubikarmót utandyra í Bretlandi í byrjun apríl þar sem keppendur í Evrópu munu keppa um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana (European Games). BFSÍ vonar að Anna vinni þátttökurétt á Evrópuleikana og haldi þar áfram óláni sínu að vera alltaf í fyrsta eða fjórða sæti óháð styrkleika mótsins á Evrópuleikunum, sem myndi gera hana fyrsta Íslenska keppenda til þess að keppa til eða vinna verðlaun á Evrópuleikum. 🙏

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.

Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland 

Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo  og í mótakerfi BFSÍ 

Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina