Viðtal við Nóam í Fréttablaðinu

Í Fréttablaðinu núna um helgina er heilsíðuviðtal við Nóam Óla Stefánsson um bogfimiiðkun hans og þátttöku í bogfimimótum. Hann er fyrsti trans einstaklingurinn sem keppt hefur fyrir Íslands hönd á alþjóðlegu íþróttamóti. Nánar tiltekið Evrópumeistaramótinu í bogfimi innandyra 2022. Með þessari þátttöku hans var brotið blað í íþróttasögu Íslands. Áhugaverð grein sem má finna hér.  (Viðtalið er að finna á blaðsíðu 46 í pdf skjalinu).