Anna María Alfreðsdóttir með gull á heimslistamóti í Slóveníu

Anna María Alfreðsdóttir endaði í 1 sæti á Veronicas Cup World Ranking Event, ásamt liðsfélögum sínum Freyju Dís Benediktsdóttir og Þórdísi Unni Bjarkadóttir eftir yfirgnæfandi sigur í gull úrslita leik liða á mótinu gegn Lúxemborg 225-219. Anna skaut síðustu ör liðsins í 10 í dead center skotskífunnar (kallast að hitta í “spider” að hitta littla krossinn í miðju skotskífunnar) en Íslenska liðið hafði slíka yfirburði í leiknum að nægilegt hefði verið fyrir Önnu að hitta inn á skotskífuna yfirhöfuð til að sigra.

Anna var einnig að keppa í einstaklingskeppni á mótinu en þar endaði hún í 9 sæti eftir að vera slegin út í 16 manna úrslitum af Mariya Shkolna frá Lúxemborg 147-131. En vert er að nefna að Anna vann einstaklings brons verðlaun á þessu móti árið 2022 í einstaklingskeppni.

Anna sló bæði fullorðins og U21 Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna liða á mótinu í gull úrslita leiknum. Metið var áður 223 og er nú 225.

Anna er nú í 82 sæti á heimslista og 31 sæti á Evrópulista trissuboga kvenna. Hún átti einnig hlut í því að hækka Íslenska trissuboga kvenna liðið 18 sæti á heimslista og 8 sæti á Evrópulista.

Anna er næst áætluð til keppni á Norðurlandameistarmóti ungmenna í Noregi í júlí, HM ungmenna í Írlandi í júlí, HM fullorðinna í Þýskalandi í ágúst, Heimsbikarmóti fullorðinna í París í ágúst og Evrópubikarmóti ungmenna í Sviss í júní.

Veronicas Cup World Ranking Event er árlegt mót sem haldið er í Kamnik Slóveníu í samstarfi við Evrópska Bogfimisambandið. Að þessu sinni var keppnin sjálf 12-14 maí og sex keppendur frá Íslandi kepptu á mótinu. Samtals voru 291 þátttakendur á mótinu frá 85 þjóðum.

Mótið er meðal þeirra styttri sem fyrir finnast í fjölda daga sem gerir mótið mjög hagkvæmt fyrir keppendur, en fórnin er í staðin að keppnisdagarnir verða mun lengri. Sumir keppendur þurftu að keppa 12 klst á sama degi án hlés.

Veðrið var einnig mjög krefjandi á þessu ári en það rigndi eins og hellt væri úr fötu meirihluta mótsins. Grasvöllurinn breyttist í drullupolla á sumum stöðum og enginn slapp við að vera vel blautur og drullugur sama hve vel þeir voru klæddir og þó að þeir notuðu regnhlífar eða hlífðarfatnað.

Frekari upplýsingar er hægt að finna hér:

    • Nánari fréttir af mótinu og öðrum keppendum á archery.is og bogfimi.is
    • Myndir af mótinu er hægt að finna á smugmug BFSÍ
    • Beina útsendingu frá gull og brons úrslitum mótsins er hægt að finna hér
    • Úrslit mótsins í heild sinni er hægt að finna á ianseo.net

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.