Nói með Íslandsmet og Íslandsmeistari í U21, ekki langt frá Íslandsmeti í opnum flokki og sló 2 parakeppnismet með Söru

Nói Barkarsson í BF Boganum í Kópavogi sló Íslandsmetið í U21 með töluverðum mun á Íslandsmóti ungmenna sem haldið var á Haukavelli í Hafnarfirði í dag.

Nói sló einnig Íslandsmetið í U21 flokki í gær á Norðurlandameistaramóti ungmenna með skorið 646 en metið var áður 642 stig. Skorið hans í dag var þó töluvert hærra og Nói skoraði 669 stig sem er 23 stigum hærra en Íslandsmetið sem hann sló í gær og er aðeins 5 stigum frá Íslandsmetinu í opnum flokki.

Nói Barkarsson og Sara Sigurðardóttir bæði í BF Boganum slóu einnig saman Íslandsmetið opnum flokki og U21 í parakeppni trissuboga félagsliða. Skorið var 1271 en metið í opnum flokki var 1022 stig áður, þannig að gífurlega mikið bætt met. Sara tók silfur á mótinu í U21 trissuboga kvenna.