Alfreð Birgisson úr ÍFA Akureyri vann bæði Íslandsmeistaratitil karla og alþjóðlega hluta mótsins, ásamt því að taka silfur um Íslandsmeistaratitilinn óháðan kyni á Íslandsmeistaramótinu innandyra í bogfimi um 2-3 mars.
Í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga karla mættust Alfreð og Ragnar Smári Jónasson úr Boganum í Kópavogi. Alfreð náði 1 stigs forystu í fyrstu umferðinni og jók svo forskotið hægt og rólega í leiknum og tók sigurinn 141-138. Ekki mikill munur en öruggur sigur. Kaewmungkorn Yuangthong tók brons verðlaunin. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Alfreðs í meistaraflokki á ferlinum, en hann tók Íslandsmeistaratitilinn innandyra fyrst árið 2022, tapaði honum 2023 en var nú að taka hann aftur heim á Akureyri 2024.
BIRGISSON A (IFA) 141
|
JÓNASSON RS (BFB) 138
Mögulegt er að horfa á úrslitin í trissuboga karla í heild sinni hér:
Alfreð komst einnig í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn óháða kyni (allra). Dóttir Alfreðs og liðsfélagi Anna María Alfreðsdóttir var andstæðingurinn í úrslitaleiknum, en mikil samkeppni er milli þeirra feðgina. Leikurinn var mjög jafn en Alfreð þurfti að lúta í lægra haldi í þetta sinn þó aðeins með einu stigi 142-141. En hvort heldur sem er þá mætti segja að þetta hafi verið leikur sem Alfreð gat ekki tapað, hann eða dóttirin bæði er sigur í hans bók. Eowyn Marie Mamalias tók svo bronsið.
BIRGISSON A (IFA) 141
28 | 28 | 29 | 28 | 28 |
28 | 28 | 28 | 29 | 29 |
ALFREÐSDÓTTIR AM (IFA) 142
Mögulegt er að horfa á úrslitin í trissuboga (óháð kyni) í heild sinni hér:
Fjallað er meira um fegðina bardagann hér, en þau eru mjög jöfn.
Á Íslandsmeistaramótum er einnig bætt við alþjóðlegri keppni þegar að erlendir keppendur skrá sig til keppni á mótið. Það er gert þar sem að útlendingar geta ekki orðið Íslandsmeistarar og því stofnað til sér alþjóðlegrar keppni til hliðar við Íslandsmeistaramótið. Á Íslandsmeistaramótinu var einn Breskur keppandi skráður í trissuboga karla og því stofnað til keppni í “Compound International Men”. Bretinn endaði í fjórða sæti en Alfreð sló Bretann örugglega út í undanúrslitum 143-136. Alfreð keppti því í gull úrslitaleiknum í alþjóðlega hluta Íslandsmeistaramótsins og mætti þar aftur Ragnari Smára Jónassyni úr Boganum, sem er sama andstæðingur og Alfreð keppti á móti um Íslandsmeistaratitil karla. Þar vann Alfreð þó mjög öruggann sigur 145-141 (af 150 stigum mögulegum fyrir þá sem þekkja ekki til) og Kaewmungkorn Yuangthong úr Hróa tók svo bronsið gegn Breska Ru Barlow.
BIRGISSON A (IFA) 145
|
JÓNASSON RS (BFB) 141
Mögulegt er að horfa á úrslitin Compound Men International í heild sinni hér:
Alfreð vann einnig brons í trissuboga félagsliðakeppni fyrir ÍF Akur, en með honum í liðinu voru Anna María Alfreðsdóttir og Benedikt Tryggvason.