Alfreð Birgisson með þriðja Íslandsmeistaratitilinn utandyra í röð

Alfreð Birgisson vann sinn þriðja Íslandsmeistaratitil karla utandyra í röð á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi sem haldið var helgina 15-16 júlí á Hamranevelli í Hafnarfirði. Þarf að segja meira, segir þessi setning ekki allt sem þarf að segja.

https://bogfimi.smugmug.com/%C3%8Dslandsmeistaram%C3%B3t-%C3%BAti-2023-Nationals-outdoor-2023/i-Jw24mbw/A

Það er gaman að geta þess þó að Alfreð tók upp furðulega hefð á Íslandsmeistaramótinu, að byrja leikina sína illa, vera undir í skori allan leikinn, og snúa leikjunum sínum svo í sigurleiki á síðustu ör hvers leiks, svona mister 1 point. Pant fá fleiri svoleiðis leiki, það var mjög spennandi að fylgjst með eltingaleiknum við sigurinn.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið á vefsíðu Bogfimisambands Íslands

Sjö Íslandsmeistarar krýndir níu titlum á Íslandsmeistaramóti í Hafnarfirði