Albert Ólafsson Íslandsmeistari öldunga í bogfimi

Albert Ólafsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi tók titilinn í trissuboga karla öldunga (50+) á Íslandsmóti Öldunga um helgina. Albert var hæstur í skori í undankeppni og sat því hjá í undanúrslitum á meðan Rúnar Þór Gunnarsson í Bogfimifélaginu Hróa Hetti og Þorsteinn Halldórsson í Íþróttafélaginu Akur mættust í undanúrslitum, þar sem Þorsteinn hafði betur og þurfti því að mæta Alberti í úrslita leiknum. Rúnar tók bronsið.

Hægt er að sjá úrslita leikinn hér Albert vs Þorsteinn

Albert sló heims- og Evrópumetið í parakeppni 50+ ásamt eiginkonu sinni Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttir fyrr á þessu ári á heimsbikarmótinu í París og þau eru bæði áætluð til keppni á Evrópumeistaramót innandyra í febrúar á þessu ári.

Íslandmót öldunga var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík laugardaginn 13 nóvember. 25 keppendur voru skráðir til keppin í öldungaflokkum á mótinu.

Mótið var einnig eitt af 12 mótum sem voru þá á lista sem eru hluti af innandyra heimsbikarmótaröð heimssambandsins World Archery Indoor World Series. Skor úr undankeppnis umferðum gilda því til stiga á “open ranking” heimslistann. Þau úrslit ættu að vera birt eftir að heimssambandið hefur staðfest úrslitin https://worldarchery.sport/events/indoor/open-ranking

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7883

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.