Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) í bogfimi var haldið í dag á Haukavelli í Hafnarfirði.
Oliver Ormar Ingvarsson í sama félagi jafnaði Íslandsmetið í U21 sveigboga karla flokki sem er 593 stig á Norðurlandameistaramóti ungmenna. Oliver setti 593 stiga metið fyrir 2 vikum í París þar sem lokakeppni um sæti á Ólympíuleika í Tokyo fór fram. Oliver endaði í 5 sæti á NUM. Ef að Oliver hefði skorað jafn gott skor í fyrri umferðinni eins og seinni umferðinni þá hefði hann tekið silfur á Norðurlandameistaramótinu. Þetta var því miður síðasta árið sem Oliver getur keppt á NUM þar sem hann er 20 ára á árinu.
Nói Barkarson í BF Boganum í Kópavogi sló Íslandsmetið í U21 trissuboga karla flokki með skorið 646 en Nói átti eldra metið sjálfur en það var áður 642 stig. Nói endaði í 6 sæti á NUM.
Þess má geta að Sara Sigurðardóttir og Freyja Dís Benediktsdóttir voru einnig báðar í 6 sæti á NUM eins og Nói. En þau 3 kepptu öll í trissuboga, öll í BF Boganum í Kópavogi og lentu öll í 6 sæti. Þannig að það var mikið af sexum hjá trissuboga keppendum BF Bogans 😂
Marín Aníta Hilmarsdóttir í sama félagi varð Norðurlandameistari á mótinu en skrifað var meira um það fyrr í dag í þessari grein hér fyrir neðan.