Marín Aníta Hilmarsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi vann fjölmennasta flokkinn á Norðurlandameistaramóti ungmenna. Þetta er annar Norðurlandameistaratitill sem Ísland vinnur á NUM en reglubundin þátttaka á NUM hófst árið 2018 en þar vann Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði fyrsta titilinn fyrir Ísland. Þess má þó geta að munur er þar á milli þar sem Marín keppir í Ólympískum sveigboga sem er fjölmennasti bogaflokkur á Norðurlandameistaramótum en Guðbjörg keppir í berboga flokki sem er með þeim fámennari.
230 þátttakendur tóku þátt á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi samtals 19 af þeim frá Íslandi. Mótið var haldið með öðru sniði sökum heimsfaraldurs, eitt mót var haldið í hverju landi og sameiginleg úrslit úr öllum 6 mótunum voru Norðurlandameistaramót ungmenna. Hæst skorandi einstaklingurinn í hverjum flokki var sigurvegarinn og Norðurlandameistari 2021.
27 stelpur frá Norðurlöndum kepptu í gegn Marín í U18 flokki sveigboga kvenna, sem var fjölmennasti flokkurinn á mótinu og var Marín með það mikla yfirburði að hún hefði nánast geta sleppt því að skjóta síðustu örinni á mótinu og samt unnið titilinn.
Á NUM er keppt í 3 aldursflokkum U16, U18 og U21 en ekki er leyfilegt að keppa í fleiri en einum aldursflokki á sama mótinu. Þess má geta að ef Marín hefði keppt í U21 flokki hefði hún líklega unnið þann flokk auðveldlega líka ef tekið er mið af skorum Marínar frá heimsbikarmótinu í París sem haldið var fyrir 2 vikum. Miðað við þau skor hefði Marín varla þurft að skjóta síðustu 4 örvunum og samt geta unnið allar stelpur á Norðurlöndum í U21 flokki. Því er vægast sagt hægt að segja að þarna sé um gífurlega efnilega íþróttakonu að ræða.
NUM 2020 var frestað sökum heimsfaraldurs en það er merkilegt að nefna með Marín að þegar hún tók þátt í fyrsta sinn á NUM 2018 var hún meðal lægstu keppenda í sínum flokki. Frá neðsta í efsta á Norðurlöndum á 3 árum í samkeppnis mestu greininni, geri aðrir betur.
https://www.ianseo.net/TourData/2021/7613/IQRWW.php