Marín Aníta Hilmarsdóttir Norðurlandameistari í bogfimi

Norðurlandameistaramót ungmenna í bogfimi var haldið í dag 3 Júlí. Marín Aníta Hilmarsdóttir 17 ára í BF Boganum í Kópavogi tók Norðurlandatitilinn í sveigboga U18 með yfirburðum.

https://www.ianseo.net/TourData/2021/7613/IQRWW.php

Þess má geta að á fyrsta NUM sem að Marín Aníta tók þátt í 2018 var hún í næst síðasta sæti og því um að ræða gífurleg framför hjá henni á 3 árum. Þetta er besta dæmið um þrautsegju í íþróttamanni að gefast aldrei upp og halda alltaf áfram að bæta sig. Marín bætti einnig Íslandsmetið í U18 flokki gífurlega mikið en Íslandsmetið var áður 490 stig en Marín skoraði 633 stig á Norðurlandameistaramótinu í dag!!!

Fyrir rúmri viku síðan var Marín að keppa í París um sæti á Ólympíuleika í Tokyo og náði lágmarksviðmiði fyrir opinn flokk og sló Íslandsmetið í opnum flokki, en hún vann ekki sæti á leikana að þessu sinni. Marín hafði upprunalega sett markmiðið á Ólympíuleika ungmenna en þar er lágmarkið 600 stig og Marín er langt yfir þeim viðmiðum, en þeim leikum var frestað um 4 ár vegna heimsfaraldurs og því mun hennar árgangur ekki geta keppt í næstu Ólympíuleikum ungmenna.

Vegna heimsfaraldurs var NUM haldið með óvenjulegu sniði. Eitt mót var haldið í hverju landi og sameiginlegu úrslitin úr þeim mótum voru Norðurlandameistaramótið. Keppnin á Íslandi fór fram á Haukavelli að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Aðrir Íslenskir verðlaunahafar af mótinu voru Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akur sem vann brons á mótinu í trissuboga U21 flokki. Guðbjörg Reynisdóttir vann gull á mótinu í berboga 21 árs flokki, en þeim flokki var bætt við til þess að koma á móts við þá keppendur sem misstu af síðasta Norðurlandameistaramóti Ungmenna sökum þess að því var aflýst 2020. Rakel Arnþórsdóttir í ÍF Akur vann brons í sveigboga í 21 árs flokki.

Svíþjóð sá um skipulagningu og hald sameiginlegu úrslita þar sem halda átti NUM í Svíþjóð þetta árið. Heildar úrslit mótsins er hægt að finna hér í Sænska hluta úrslitabirtingakerfi heimssambandsins.

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7613

Einnig voru þó nokkur Íslandsmet slegin á NUM í dag. En farið verður yfir það nánar í fréttagreinum síðar í dag.

Myndir hægt að finna hér og fleirum verður bætt við síðar. https://www.facebook.com/media/set?vanity=archery.is&set=a.1919016638268454