9 sæti í Paralympics qualifier 2016 og 33 í European Para Archery Championships

Einn keppandi keppti fyrir Ísland á European Para Archery Championship í þessari viku. Þorsteinn Halldórsson í opnum compound flokki.

þorsteinn para

https://www.facebook.com/search/top/?q=Para%20Archery%20Euro%202016

Keppnin er haldin í tvennu lagi. Fyrst er Evrópumeistaramótið sjálft og svo er annað sér mót haldið sömu viku þar sem keppt er um örfá sæti á Paralympics.

Á Evrópumeistaramótinu lenti Þorsteinn í 36.sæti í undankeppninni. Undankeppnin eru 72 örvar sem er skotið á 80cm skífu á 50 metrum með skorið 633. Úrslitin úr undankeppnin raðar keppendum svo niður í útsláttarkeppnina.

36 Thorsteinn Halldorsson ISL flag 310 / 323 24 5 633

Í útsláttarkeppninni endaði Þorsteinn í 33.sæti eftir spennandi leik við Adam Dudka frá Póllandi

33 Thorsteinn Halldorsson ISL flag (36) 1R 133:137 Adam Dudka POL flag (29)

Úrslitin er hægt að sjá á worldarchery.org heimasíðu heimssambandsins eða archeryeurope.org heimasíðu evrópusambandsins

http://worldarchery.org/competition/14307/saint-jean-de-monts-2016-european-para-archery-championships-para-cqt

Í keppninni um sæti á Ólympíuleikum fatlaðara tók Þorsteinn stórt stökk og endaði í 9.sæti eftir útsláttarkeppnina. Aðeins einn maður frá Skandinavíu var í hærra sæti en Þorsteinn, það var hann John Olav Johannesen frá Noregi sem var í 5 sæti.

9 HALLDORSSON Thorsteinn ISL Iceland 633-25 134 141

http://www.ianseo.net/TourData/2016/1282/IFCQCM.php

Þorsteinn sló út Hanci Dogan frá Tyrklandi, en var svo sleginn út af Gatin Nail frá Rússlandi með 1 stigi í æsi spennandi útslætti þar sem engu mátti muna um hver héldi áfram. Þess má geta að Gatin Nail endaði í 3.sæti með brons í því móti.

http://www.ianseo.net/TourData/2016/1282/IBCQCM.php

9 Gatin Nail RUS Russia 141
24 Kornatowski Krzysztof POL Poland 134
Gatin Nail 142
Halldorsson Thorsteinn 141
25 Halldorsson Thorsteinn ISL Iceland 134
8 Hanci Dogan TUR Turkey 131

Þorsteinn var í 25.sæti í undankeppninni fyrir Paralympics qualifier og því heljarinnar afrek að skjóta sig upp í 9.sæti á mótinu.

www.ianseo.net/TourData/2016/1282/IQCQCM.php

Ég hef ekki tékkað ítarlega á því en miðað við árangurinn tel lítinn vafa á því að þetta sé neitt annað en besti árangur í Para bogfimi í sögu Íslands.