Dómaranámskeið og upplýsingar um dómara

Dómaranámskeið eru haldin að minnsta kosti einu sinni á ári og eru haldin af Bogfiminefnd ÍSÍ.

Námskeiðin eru almennt haldin á höfuðborgarsvæðinu, en einnig er hægt að taka þátt í námskeiðunum í gegnum netið. Prófið er allt gert á netinu

Dómaranámskeið er líka frábær leið fyrir aðstandendur og keppendur til að læra meira inni á reglurnar. Þau eru almennt haldin í lok Febrúar eða byrjun Mars á hverju ári.

Ef þú hefur áhuga á dómaranámskeiði er best að hafa samband við Bogfiminefnd ÍSÍ president@bogfimi.is eða við okkur hjá archery@archery.is

Til þess að geta farið á framhaldsnámskeið í dómgæslu til að verða Evrópudómari þar einstaklingurinn að vera með 2 ára reynslu af dómgæslu í sínu heimlandi. Hægt er finna ítarlegri upplýsingar um að verða heimsálfudómari (Continental Judge) hér.

European-continental-Judge_terms_of_reference_2011

Dómaranámskeiðið sem er haldið hérna á Íslandi gefur einstaklingum dómararéttindi á Íslandi.

Dómgæsla er ekki erfitt starf og er frábær leið til að komast á Ólympíuleikana, sem dómari 😉

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.