8 keppendur á leið á Veronicas Cup

Eftirfarandi aðilar eru skráðir til keppni á Veronicas Cup.

Sveigbogi karla:

  • Dagur Örn Fannarsson – Boginn

Sveigbogi kvenna:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – Boginn
  • Astrid Daxböck – Boginn

Trissubogi karla:

  • Gummi Guðjónsson

Trissubogi kvenna:

  • Anna María Alfreðsdóttir – Akur
  • Astrid Daxböck – Boginn
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Boginn
  • Eowyn Marie Mamalias – Hrói Höttur

Enginn takmörk eru á þátttöku fjölda per þjóð á Veronicas Cup og því hefur BFSÍ almennt leyft aðildarfélögum að skrá alla hlutgenga félagsmenn aðildarfélagsins sem hafa áhuga á þátttöku á mótinu.

Veronicas Cup er flokkað sem C landsliðsverkefni hjá BFSÍ og telst til stiga á heimslista og er gott tækifæri fyrir íþróttafólk sem hefur áhuga á því að komast í kynni við alþjóðlega keppni á lægra stigi.

Að þessu sinni er þó mest um reynda keppendur frá Íslandi og því áætlum við að þessir keppendur muni koma með nokkur verðlaun heim af þessu móti, eins og síðast þegar Ísland tók þátt 2019 áður en kórónuveirufaraldurinn raskaði mótahaldi í heiminum.

Veronicas Cup er árlegur viðburður sem haldin er í Kamnik í Slóveníu almennt í lok apríl eða byrjun maí á ári hverju. Að þessu sinni er að það haldið 6-8 maí.