6 á leið á heimsbikarmót í París

Eftirfarandi sex keppendur munu leggja för sína á Heimsbikarmótið í París 2022

Sveigbogi karla:

  • Oliver Ormar Ingvarsson – Boginn
  • Dagur Örn Fannarsson – Boginn

Sveigbogi kvenna:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn

Trissubogi karla:

  • Albert Ólafsson – Boginn
  • Oliver Ormar Ingvarsson – Boginn
  • Dagur Örn Fannarsson – Boginn

Trissubogi kvenna:

  • Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – Boginn

Vert er að nefna að Albert og Sveinbjörg slóu heims- og Evrópumet 50+ á World Cup í París 2021 og þau eru talin líkleg til þess að endurtaka þann leik í þetta skiptið ef veður er gott á mótinu.

Heimsbikarmótið í París 2021 var haldið með miklum Covid ráðstöfunum og keppendum var t.d. meinað að fara út af hóteli á meðan á keppni stóð og voru ferjaðir frá hóteli og á keppnisstað og til baka undir eftirliti öryggisvarða. Þannig að mótið var haldið í svokallaðri sóttvarnar búbblu.

Ólíklegt er að eins miklar sóttvarnarkröfur verði á þessu móti, en flestir af þeim keppendum sem fóru 2021 eru þeir sömu og eru að fara núna. Og þeir ætla sér að nota tækifærið í þetta sinn og skoða borgina þegar þeir eru ekki að keppa á mótinu.