Boginn slær í gegn á íþróttahátíð Kópavogs

Bogfimifélagið Boginn fékk hvatningarverðlaun íþróttaráðs 2023 fyrir frumkvæði félagsins í þátttöku kynsegin íþróttafólks í starfi félagsins. Þá fékk ungmennaflokkur Bogans viðurkenningu fyrir árangur.

Frost Ás Þórðarson, bogfimikvár úr Bogfimifélaginu Boganum veitti viðurkenninngu íþróttaráðs viðtöku á Íþróttahátíð Kópavogs.

Bogfimifélagið Boginn hefur lagt sig fram um að veita öllum iðkendum sínum jöfn tækifæri, sama hverjir eða hvað þeir eru og hlaut meðal annars viðurkenningu Jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2023

Þess má einnig geta að Frost Ás er fyrsti og eini kynsegin aðili til að vera kosið í stöðugildi innan íþróttahreyfingarinnar samkvæmt tölfræði ÍSÍ, en Frost Ás er jafnframt iðkandi og keppandi í félaginu.

Boginn fékk einnig viðurkenningu fyrir eftirtektarverðan árangur í flokk ársins, ungmennaflokkur Bogans nánar tiltekið. Flokkurinn vann á árínu 2023 36 af 40 Íslandsmeistaratitlum utanhúss. Að auki slógu flokkarnir fjölda íslandsmeta bæði innan og utanhúss og stóðu sig framúrskarandi í erlendum keppnum. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem slík viðurkenning er veitt af Kópavogi.

Þeir sem tóku við viðurkenningum úr BF Boganum á íþróttahátíðinni.

  • Taka við viðurkenningu íþróttaráðs vegna frumkvæðis í þátttöku hinsegin fólks
    • Frost Ás Þórðarson
  • Taka við topp 5 í vali íþróttakonu Kópavogs
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
  • Tóku við hvatningarverðlaunum fyrir árangur 13-16 ára
    • Baldur Freyr Árnason
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • Kató Guðbjörns
  • Tóku við skyldi fyrir hönd Bogans vegna eftirtektarverðs árangurs ungmennaliðs (U16/U18/U21).:
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir,
    • Ragnar Smári Jónasson,
    • Heba Róbertsdóttir,
    • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested
  • Tóku við viðurkenningu vegna HM/EM/NM titla
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir Norðurlandameistari U21
    • Patrek Hall Einarsson Norðurlandameistari U18
  • Tóku við viðurkenningu fyrir HM/EM þátttöku
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir
    • Astrid Daxböck
    • Valgerður E. Hjaltested
    • Oliver Ormar Ingvarsson
    • Dagur Örn Fannarsson
    • Ewa Ploszaj

https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/hvatningarverdlaun-fyrir-frumkvaedi-i-thatttoku-kynsegin-ithrottafolks?fbclid=IwAR0cl34jUmqrTRFez6jxRqw4z5tySOk3LdK3a_RaxS8ScotpOhuOg0mAqGc