WorldArchery, BFSÍ og World Academy of Sports bjóða upp á Athlete Certificate netnámskeið fyrir félagsmenn íþróttafélaga innan BFSÍ

Í samstarfi við heimssambandið WorldArchery (WA) og WorldAcademy of Sports (WAoS) býður Bogfimisamband Íslands (BFSÍ) upp á frítt netnámskeið sem er miðað á 15-18 ára íþróttafólk að taka fyrstu skrefin inn í afreksíþróttir. BFSÍ hefur þó fengið heimild til þess að leyfa öllum öðrum aldri sem hefur áhuga til þess að sitja námskeiðið og nýta kóðana. Boðið var upp á sama námskeið 2020 en þá sendi BFSÍ aðeins boð á einstaklinga í hópum BFSÍ. Á þessu ári mun BFSÍ opna það öllum innan aðildarfélaga BFSÍ. BFSÍ fær 100 kóða gefins frá heimssambandinu tengt verkefninu.

Ef þú hefur áhuga á því að taka netnámskeiðið skráðu þig þá hér fyrir neðan. Námskeiðið kostar undir venjulegum kringumstæðum en ef þú skráir þig hér færðu sendan kóða til að fá að sitja það frítt. Námskeiðið er “self paced” sem þýðir að þú getur gert það hvenær sem þú hefur tíma til, tekið þér pásu hvenær sem er og haldið áfram þegar þér hentar.

Hægt er að finna meiri upplýsingar um námskeiðið á þessu kynningar myndbandi og/eða í þessu skjali: World_Academy_of_Sport_Athlete_Certificate_October_2020