World Cup Indoor Nimes 2018 í gangi

Fjórir Íslenskir keppendur skráðu sig til keppni á heimsbikarmótinu innandyra í Nimes í Frakklandi.

Sigurjón Atli Sigurðsson í sveigboga karla
Ragnar Þór Hafsteinsson í sveigboga karla
Guðmundur Örn Guðjónsson í sveigboga og trissuboga karla
Astrid Daxböck í sveigboga og trissuboga kvenna.

Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á worldarchery.org og/eða á ianseo.net

http://ianseo.net/Details.php?toId=3113

https://worldarchery.org/competition/17804/nimes-2018-indoor-archery-world-cup-stage-3#/

Bæði Sigurjón og Ragnar eru búnir að klára undankeppnina sína. http://ianseo.net/TourData/2018/3113/IQRM.php

Ragnar skoraði 518 stig
Sigurjón skoraði 565 stig

Skorin hjá þeim báðum voru góð miðað við önnur nýleg skor þeirra af innlendum mótum, þó að við og þeir hafi líklega viljað hafa skorin en hærri og vinna mótið 🙂

Raggi skoraði 4 stigum hærra en á IceCup fyrr í þessum mánuði, og Sigurjón skoraði 15 stigum hærra en á Íslandsmótinu innanhúss í fyrra. Sem eru 2 síðustu innandyra mótin sem þeir kepptu á.

Undankeppninni er ekki lokið en þar sem það eru enþá fjölmargir keppendur sem eiga eftir að skjóta. Mótinu er skipt niður í session þar sem það er ekki til salur sem rúmar svo marga keppendur að skjóta innandyra á sama tíma. Rétt undir 200 keppendur eru að keppa í sama flokki og Raggi og Sigurjón (Sveigboga karla) og því hörð samkeppni um hæstu 32 sætin sem komast áfram í útsláttarkeppnina.

Því er ekki hægt að segja til um nákvæm úrslit þegar þetta er skrifað, en miðað við þá sem eru búnir að skila skorum þá eru Sigurjón og Raggi báðir fyrir neðan 32 sæti í keppninni af því sem er lokið.

Sigurjón skoraði samt sem áður gott skor og mun líklega lenda í top 60 á mótinu og á því sæmilegar líkur á að vinna búnað í verðlaun í secondary tournament sem verður haldið síðar. Þeir sem komast ekki í top 32 í útsláttarkeppnina fara í Secondary tournament þar sem keppt eru um að vinna búnað í verðlaun. Þeir sem voru næstir því að komast inn í top 32 í keppninni eiga mesta möguleikann á því að vinna þann part keppninnar.

Hægt er að lesa nánar um hvernig secondary tournament virkar á heimsíðu mótsins http://nimesarchery.com/en

Vert er að nefna að er þetta aðeins annað mót sem Ragnar Þór hefur keppt í alþjóðlega.

Guðmundur og Astrid hættu við keppni á mótinu út af heilsu Guðmundur og vegna þess að British Airways aflýstu fluginu þeirra frá London til Marseille um 12 tímum fyrir brottför Icelandair frá Keflavík.

Guðmundur er ekki búinn að vera mjög heilsuhraustur síðustu mánuði en hann er búinn að eiga við marga sjálfofnæmissjúkdóma síðustu ár og hefur ekki fengið varanlegt leyfi en frá WADA til að taka lyfin sem hann þarf og keppa. Það er í vinnslu og verður líklega komið í gegn seinni part þessa árs.

Guðmundur og Astrid voru búin að ræða hvort að þau ættu að hætta við að fara vegna heilsu Guðmundar en voru á því að þau myndu fara. Þegar fluginu var aflýst af flugfélaginu var því tekið sem merki frá himnum að líklegast væri betra að aflýsa í þetta sinn, þar sem mikið hefði þurft að viðhafast til að komast út tímanlega til að keppa. Nimes mótið er opið öllum og kemur því ekki niður á landsliðverkefnum eða heimslista, ef svo væri myndu þau samt hafa farið.

Mótinu lýkur á Sunnudaginn með medalíu úrslitum sem verður sjónvarpað í gegnum worldarchery tv. https://www.youtube.com/user/archerytv