Reykjavik International Games 2018

Reykjavík International Games verður haldið í Bogfimisetrinu 03-04. Febrúar 2018.

Skráninguna er hægt að finna neðst á síðunni (skráningin er að mestu á ensku til að auðvelda erlendum aðilum að skrá sig)

ATH þeir sem eru ekki búnir að skrá sig og borga fyrir 28. Janúar þurfa að borga tvöföld keppnisgjöld (semsagt 15.000.kr í stað 7.500.kr)

Skipulagið er í vinnslu en undankeppninn verður á Laugardeginum og útsláttarkeppnin á Sunnudeginum.

Líklegast er að sveigbogi karla og trissubogi kvenna verði fyrir hádegi og að sveigbogi kvenna og trissubogi karla verði eftir hádegi á báðum dögum. En það er EKKI búið að staðfesta það enþá þar sem að skráningin er ennþá opin og það þarf að skipuleggja tímasettningar út frá þáttöku fjölda.

Ef þú ert ekki búinn að skrá þig enþá endilega drífa í því sem fyrst.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir eru búnir að skrá sig 19.01.2018

Hægt verður að fylgjast með úrslitum á Ianseo (vonandi live) á þessum link. http://www.ianseo.net/Details.php?toid=3588

Ef þú ert tilbúinn að aðstoða við dómgæslu eða skotstjórn á mótinu endilega hafið samband við Snorra.

En okkur vantar aðstoð við að taka niður veggi og gera salinn tilbúinn á Föstudagskvöldinu 2. Febrúar. Öll aðstoð er vel þegin þá.