Vilt þú taka þátt í World Series?

Bikarmótaröð BFSÍ verður partur af World Series í bogfimi. Ef þú vilt taka þátt í World Series í Bogfimi skráðu þig þá í Bikarmótaröð BFSÍ hér.

Nóvember, desember og janúar mótin í Bikarmótaröð BFSÍ verða partur af World Series og gilda til stiga á Open Ranking heimslista World Archery.

Open Ranking World Series heimslistinn byggist á þremur bestu skorum einstaklings úr undankeppni móta sem tengd eru við Indoor World Series mótaröðina.

Hér er hægt að finna Open Ranking heimslista og hér lista yfir mót sem tengd eru Indoor World Series Open. (báðir listar eru uppfærðir hægt af WA)

World Series er skipt í tvo hluta Open Ranking og Elite Ranking. Aðeins fjögur mót munu gilda til stiga á Elite Ranking listann.

Ø 250 Series – Strassen, Luxemburg 18-20 November 2022
Ø 250 Series – Taipei, Chinese Taipei 10-11 December 2022
Ø 500 Series – Nimes, France 21-23 January 2023
Ø 1000 Series – Las Vegas, USA 4-6 February 2023

16 efstu keppendur í stigum í Elite ranking munu keppa í World Series úrslitum þar sem Heimssambandið mun krýna World Series Champions. Youth (U21) úrslitin verða haldin í Nimes og úrslitin (Opinn flokkur) í Las Vegas. Átta efstu keppendur á Open Ranking heimslista (U21 og Opinn flokkur) munu einnig fá stig í Elite Ranking.

Ísland er með nokkrar sterkar U21 trissuboga stelpur sem ættu góðar líkur á því að keppa til úrslita eða jafnvel verða krýndar World Series Champion ef þær keppa í Luxembourg í nóvember, Frakklandi í janúar og í þrem mótum í Bikarmótaröð BFSÍ/IWS.

Mögulegt er að finna reglur Indoor World Series með því að smella á þennan hlekk