Máni Gautason og Viktor Orri Ingason báðir í ÍF Akur kepptu um gull á Íslandsmótinu í U16 sveigboga karla í Reykjavík í dag.
Hörku keppni var í U16 sveigboga karla. Viktor var talinn líklegastur til þess að vinna gullið fyrir keppnina þar sem hann var með lang hæsta skorið í undankeppni mótsins 570 stig af 600 mögulegum. Það er 12 stigum frá núverandi Íslandsmetinu í þeim flokki. Fyrir neðan Viktor voru svo 4 strákar með sambærileg skor og var því hörku keppni fyrir alla keppendur að komast inn í útsláttarkeppnina.
Máni var í 3 sæti í undankeppni en átti gífurlega góðann leik í gull keppninni og vann Viktor 6-0 og vann Íslandsmeistaratitilinn.. 29, 30, 28 var skorið hjá Mána sem gaf Viktor lítið færi á ná sér á strik. Viktor var als ekki að skjóta illa, Máni var bara að skjóta betur í gull keppninni.
Hægt er að sjá gull keppnina þeirra hér fyrir neðan.
Pétur Már M Birgisson í BF Boganum tók bronsið í flokknum á móti Thomas Black úr ÍF Akur.
Hægt er að finna úrslit af mótinu á ianseo.net og sjá livestream af gull keppnum og öðru á archery tv iceland rásinni á youtube.
Á sunnudaginn verður Íslandsmót U21 og 50+ haldið og hægt að fylgjast með því á ianseo.net og archery tv iceland rásinni á youtube.