Lukkan lék við Valgerði Einarsdóttir Hjaltested Gnúpverja í Boganum í Kópavogi um helgina á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi.
Valgerður vann Íslandsmeistaratitil kvenna og Íslandsmeistaratitilinn óháðan kyni með örlitlum (pun) mun í tveim spennandi úrslitaleikjum. Ásamt því að taka Íslandsmeistaratitilinn með félagsliði sínu.
Í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga kvenna mættust Valgerður og Marín Aníta Hilmarsdóttir liðsfélagi og vinur. Úr varð æsispennandi hörkubardagi um gullið, eftir fyrstu 4 lotur voru stelpurnar jafnar 4-4 og síðasta lotan eftir. Í síðustu lotunni var útlit fyrir að lotan myndi enda í jafntefli og þyrfti bráðabana til að ákvarða sigurvegara þar sem að nokkrar örvar voru við línurnar á skorsvæðunum. En eftir að dómarinn hafði dæmt örvarnar sem var vafi um í síðustu umferðinni endaði Valgerður einu stigi ríkari og tók því Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga kvenna 6-4. Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir tók brons verðlaunin.
HJALTESTED VE (BFB)
6 (27,29,25,27,29)
HILMARSDÓTTIR MA (BFB)
4 (30,27,27,24,28)
Mögulegt er að horfa á úrslitin í sveigboga kvenna í heild sinni hér:
Valgerður komst einnig í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn óháða kyni (allra) og ekki var munurinn minni þar. Ragnar Þór Hafsteinsson liðsfélagi Valgerðar var andstæðingurinn í úrslitaleiknum og úrslitaleikurinn endaði jafn 5-5 og þurfti því bráðabana ör til þess að ákvarða hver myndi sigra og hreppa Íslandsmeistaratitilinn. Nær miðju vinnur, Ragnar skaut 7 og Vala skaut 9. Valgerður tók því báða einstaklings Íslandsmeistaratitlana sem hún gat. Marín Aníta Hilmarsdóttir tók svo bronsið.
HJALTESTED VE (BFB)
6 (29,27,27,26,25-T. 9)
HAFSTEINSSON RÞ (BFB)
5 (29,29,27,18,25-T. 7)
Mögulegt er að horfa á úrslitin í sveigboga (óháð kyni) í heild sinni hér:
Valgerður vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni sveigboga á mótinu, en í liðinu með henni voru einmitt andstæðingar Völu um einstaklings Íslandsmeistaratitlana (Marín og Ragnar). Þau sigruðu Boginn B liðið í úrslitaleiknum og ÍF Akur tók bronsið.
BF Boginn
6 (53,48,54,52)
BF Boginn (2)
2 (40,49,46,41)
Mögulegt er að horfa á úrslitin í sveigboga félagsliðakeppni í heild sinni hér: